Fara í efni

Skotdeild Keflavíkur með opinn dag !

Skotdeild Keflavíkur býður fólki á opinn dag á fimmtudaginn 5. september fyrir alla þá sem vilja koma og kynna sér starfsemina og fá að prófa að skjóta í mark á milli kl. 17:00 til 19:00 í loftaðstöðunni á Sunnubraut (Vatnaveröld). Allar helstu skotgreinar verða kynntar og farið verður yfir unglingastarfsemi skotdeildarinnar og hægt verður að skrá þá unglinga sem vilja hefja æfingar í haust. En það er vert að geta þess að unglingar greiða hvorki félags- né æfingagjöld og á föstum æfingum í loftgreinum eru unglingar ekki að greiða fyrir skot eða skífur. Vonumst eftir að sjá sem flesta, vana, óvana og áhugasama.

Kveðja, Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.

 

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

5. september - 22. nóvember
kl. 20:00-00:59
Hafnsrgata 2 A
2.- 6. september
Reykjanesbær