Fara í efni

Skylmingar í ljósum

Skylmingar sem allir geta tekið þátt í !

Við leyfum gestum og gangandi að prófa að skylmast við okkur. Við tökum líka sýningarbardaga og tökum dæmi af flottustu tæknum skylminganna úr fornum handritum.

Við erum með svampsverð, hanska og hjálma, svo bæði fullorðnir og börn geta tekið þátt á öruggan hátt.

Þið getið fundið upplýsingar um félagið hér:

https://www.reykjavikhemaclub.com/

https://www.facebook.com/ReykjavikHEMA

Reykjavik HEMA Club er hópur tileinkaður iðkun HEMA (Historical European Martial Arts), sem á íslensku myndi þýðast sem sögulegar skylmingar. Sögulegi hlutinn þýðir að tæknin sem við lærum eru fengin úr handritum sem skrifuð voru fyrir hundruðum ára. Ólíkt nútíma skylmingaríþróttum eins og ólympískum skylmingum hefur lítið breyst í HEMA frá því þegar fólk þurfti að reiða sig á sverðshöndina sína.

Deila þessum viðburði