Fara í efni

Stofutónleikar Alexöndru

Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova og píanóleikarinn Mariia Ishchenko bjóða upp á stofutónleika sunnudaginn, 8.september kl. 16:00 að Guðnýjarbraut 21, Reykjanesbæ.

Dagskrá verður fjölbreytt og höfðar jafnt til þeirra sem unna klassískri tónlist og þeirra sem hefðu gaman af að kynnast klassískri tónlist á ný. Fluttir verða þekktir rómansar “Hér er gott að vera”, “Draumur”, “Vocalise” og fl. eftir Sergei Rachmaninov við ljóð A.Pushkin, G.Galina, V.Hugo, K.Balmont og síðast en ekki síst tveir píanóeinleikir eftir S.Rachmaninov “Elegie” og “18th Variation from Rhapsody on a Theme Paganini”.

Listarmennirni munu leika og flytja tónlist í einstakri nálægð við áheyrendur.

Stofutónleikarnir eru fyrir aðdáendur klassískrar tónlistar. Dagskrá tónleikanna fer fram á íslensku, sungið er á rússnesku og standa tónleikarnir í rúma klukkustund.

Stófutónleikar Alexöndru fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og aðgangseyrir er ókeypis meðan húsrúm leyfir.

Það er hægt að bóka ókeypis miða á viðburðinn í gegnum netfangið alexandradreamvoices@icloud.com eða hringja á milli kl. 16:00 og 18:00 í síma 894-5254. Vinsamlegast prentið út staðfestingu á bókun og hafið meðferðis á tónleikana.

 

Deila þessum viðburði