Fara í efni

Töframaðurinn Einar Mikael, ClubDub, Leikhópurinn Lotta, Danskompaní og Taekwondo á útisviði

Á aðalsviði Ljósanætur verður fjölbreytt dagskrá í gangi fyrir alla fjölskylduna

 • 14:45 Einar Mikael töframaður heilsar gestum og kynnir dagskrá. 
 • 15:00 ClubDub, sem slegið hafa rækilega í gegn m.a. með lögunum Clubbed up og Aquaman
 • 15:30  Töfrasýning Einars Mikael og Íslandsmet í töfrabrögðum sett
 • 16:00  Leikhópurinn Lotta sem er alltaf jafn frábær
 • 16:30  Danskompaní, sem náði frábærum árangri á Dance World Cup í sumar
 • 16:45  Taekwondo deild Keflavíkur setur á svið magnaða sýningu

 Auk þessa verður eftirtalin dagskrá í boði fyrir börnin á hátíðarsvæði:

 • 14 - 17 Skessan í hellinum býður í lummur.
 • 14 - 17 Pop-up leikvöllur Smástundar á grasbalanum við Svarta pakkhús / Fischershús. Bláu kubbarnir eru ótrúleg leikföng sem leysa sköpunarkraft barnsins úr læðingi. Börn fá tækifæri til þess að skapa það sem þeim dettur í hug, möguleikarnir eru endalausir! Þau fá mikla útrás fyrir hreyfiþörf og fjölmörg tækifæri til að hugsa út fyrir rammann. 
 • 14:30 - 15:45 Húlladúllan við gaflinn á Duus Safnahúsum. Húlladúllan elskar að húlla! Hún verður með skemmtilega sýningu og kennir stórum sem smáum sirkuslistir og gerir frábæra húllahringi.
 • Ókeypis svæði með hoppuköstulum og hringekju.
 • 50 m. löng uppblásin þrautabraut á hátíðarsvæði (flyst í skrúðgarðinn ef hvasst er).

 

Deila þessum viðburði