Fara í efni

Töfrasýning og Íslandsmet í töfrabrögðum með Einari Mikael

Einar Mikael töframaður hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Töfrar og sjónhverfingar er ný sýning sem er troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Einar leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum.

Við sama tilefni mun Einar Mikael gera tilraun til að setja Íslandsmet í töfrabrögðum en til þess þarf hann ykkur svo nú má enginn láta sig vanta fyrir framan sviðið á laugardeginum kl. 15:30.

Ekki missa af tækifærinu til að sjá Einar Mikael með öll sín bestu atriði.  

Minnum á að Einar stendur fyrir námskeiði í töfrabrögðum þennan sama morgun í Íþróttaakademíunni kl. 10:30. 

Myndbrot

https://www.youtube.com/watch?v=EZoOaK6S_ik  

Deila þessum viðburði