Fara í efni

Tríóið Delizie Italiane leikur á veitingastaðnum Library Bistro/Bar

Tríóið Delizie Italiane leikur á veitingastaðnum Library Bistro/Bar í Keflavík á Ljósanótt laugardaginn 7. september. Tríóið, sem er skipað þeim Leone Tinganelli, Jóni Elvari Hafsteinssyni og Jóni Rafnssyni, er þekkt fyrir ljúfa ítalska stemmningu og þarf nú varla að minnast á að tónlist þeirra passar sérlega vel við mat og drykk. Dagskráin samanstendur af ítölskum lögum allt frá 16. öld  fram til okkar daga og íslenskum lögum sem nú hafa fengið ítalska texta. Sérstakur gestur þeirra þetta kvöld verður tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson.

Þeir félagar hefja leik kl.19.00

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

2.- 6. september
Reykjanesbær