Fara í efni

Valdimar og KGB á Paddy's

Hljómsveitin Valdimar er Keflvíkingum góðkunn. Fyrir sléttum 10 árum hélt hún sína fyrstu tónleika og auðvitað fóru þeir fram á Paddy's. Því er vel við hæfi að halda í þá hefð sem við höfum haldið upp síðustu ár að fá þá til að troða upp á föstudegi Ljósanæturhelgarinnar.

Eins og áður verður það DJ KGB sem lokar svo kvöldinu og spilar fyrir dansi langt fram á nótt.

Fjórða breiðskífa sveitarinnar, 'Sitt sýnist hverjum' kom út seint á síðasta ári og vakti verðskuldaða athygli. Lögin 'Of seint', 'Blokkin' og 'Stimpla mig út' hafa í kjölfarið fengið töluverða útvarpsspilun og sveitin spilað á hinum ýmsu stöðum vítt og breitt um landið.

Þótt erfitt geti reynst að útskýra tónlist þeirra er henni best lýst sem rafskotinni indíblöndu með rætur í Americana tónlist, dýnamísk, allt frá rólegum melódíum upp í drífandi og orkumikla kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti sem gerir lifandi flutning sveitarinnar að ógleymanlegri upplifun.

Útgáfutónleikar Valdimar í Háskólabíó síðastliðið haust voru einkar vel heppnaðir og fékk sveitin mikið lof fyrir. Reikna má því með mikilli skemmtun fyrir aðdáendur þessarar frábæru hljómsveitar.

Miðasala hefst mánudaginn 19. ágúst á Paddy's.
Miðaverð: 3.000kr í forsölu / 3.500kr við hurð.

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

2.- 6. september
Reykjanesbær