Fara í efni

Valdimar tónleikar í Gyllta salnum á Hótel Keflavík

Í tilefni af Ljósanótt mun söngvarinnn Valdimar halda glæsilega tónleika yfir borðhaldi í Gyllta salnum á Hótel Keflavík laugardaginn 3. september kl 19:00

Aðeins 8.990kr á mann. Innifalið í verði er þriggja rétta matseðill og tónleikar. Miðabókanir hér: bit.ly/valdimarkef

Á boðstólnum verður eftirfarandi þriggja rétta matseðill:

Grafinn og léttreyktur lax með eplum, radísum, silungahrognum, dill majó og reyktri súrmjólk.

Grilluð nautalund með trufflu polenta, nípumauki, grillaðri nípu, skalottlauk, ostrusveppum og salsa verde

Frönsk súkkulaðikaka með bökuðu hvítsúkkulaði, jarðaberjum og vanilluís

Við bjóðum upp á vínpörun með matseðli, tilboð á dýrindis vínum úr vínskápnum okkar á KEF, æðislegur Bombay gin kokteilaseðill og ýmis fleiri tilboð á barnum.

Ekki missa af þessu einstaka kvöldi með Valdimar í Gyllta salnum á Hótel Keflavík.

Vinsamlegast hafið samband við restaurant@kef.is fyrir frekari upplýsingar.

 

Deila þessum viðburði