Fara í efni

Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi

Listasafn Reykjanesbæjar vekur sérstaka athygli á framlagi Pólverja til listar og menningar með opnun grafíksýningar á Ljósanótt. Vitað er að hartnær fjórðungur bæjarbúa er nú af pólskum uppruna og af því tilefni verður opnuð vegleg sýning á pólskri grafíklist í Listasafni Reykjanesbæjar þann 5.september n.k. undir yfirskriftinni Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi. Sýningin er sérstaklega valin fyrir Listasafnið af Jan Fejkiel, forstöðumanni Fejkiel gallerísins í Kraká, en sú stofnun nýtur mikillar virðingar innan og utan Póllands fyrir vandaðar sýninga-og útgáfustarfsemi í þágu pólskrar grafíklistar á undanförnum tveimur áratugum. Fejkiel verður viðstaddur sýningaropnun og mun svo kynna verkin á sýningunni bæði fyrir samlöndum sínum á Íslandi og öðrum gestum sunnudaginn 8.september kl.14.00.

Opnunartími
Fimmtudagur  18.00-21.00
Föstudagur      12.00-18.00
Laugardagur   12.00-18.00
Sunnudagur    12.00-18.00

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

2.- 5. september
Hafnargata 37
fimmtudagur 2. september
kl. 18:00
Duus Safnahús, Duusgötu 2-8
föstudagur 3. september
kl. 20:00
Andrews Theater