Velkomin á

Ljósanótt


3. - 6. SEPTEMBER 2026

Velkomin á

Ljósanótt


3. - 6. september 2026

Tilkynningar

30. ágúst 2025
Strætó, rafhlaupahjól, stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, hátíðarkort o.fl.
30. ágúst 2025
Við hvetjum alla til þess að skilja bílinn eftir heima á Ljósanótt og nýta sér ókeypis Ljósanæturstrætó. Á Ljósanótt verður boðið upp á sérstakan Ljósanæturstrætó innanbæjar á hluta föstudags, á laugardag og sunnudag. Ókeypis aðgangur verður í Ljósanæturstrætó. Þegar Ljósanæturstrætó tekur við af hefðbundum strætó verða eknar þrjár leiðir R1 Keflavík, R2 Njarðvík, R3 Ásbrú og svo pöntunarþjónusta fyrir R4 Hafnir. Vagnarnir munu fara 50 mínútur yfir heila tímann á söfnunarstað við Myllubakkaskóla áður en þeir halda í miðstöð í Krossmóa til að hefja leið sína. Föstudagur: Ljósanæturstrætó tekur við af innanbæjarstrætó kl. 16:00-00:00 og ekur á klukkustunda fresti. Fyrsta ferð kl. 16:00 og lokaferð kl. 22:50 frá Myllubakkaskóla. Laugardagur Akstur á klukkustunda fresti samkvæmt áætlun frá kl. 10:00-01:00. Fyrsta ferð kl. 10:00 og lokaferð kl. 23:50 frá Myllubakkaskóla. Sunnudagur: Akstur á klukkustunda fresti samkvæmt áætlun frá kl. 10:00-17:00. Fyrsta ferð kl. 10:00 og lokaferð kl. 15:50 frá Myllubakkaskóla. Upplagt fyrir fjölskyldur og hópa að halda gleðinni gangandi með strætóferð auk þess sem yngsta kynslóðin kann vel að meta það.  Athugið: Landsbyggðarstrætó gengur samkvæmt hefðbundinni áætlun og verður söfnunarstaður við Miðstöð. Hægt er að sjá áætlun á straeto.is
28. ágúst 2025
Styrktarsamningar við aðalstyrktaraðila Ljósanætur 2025, svokallaða Ljósbera voru undirritaðir í vikunni. Hátíðin verður haldin í 24. sinn dagana 4.–7. september og undirbúningur er í fullum gangi. Í ár taka á sjötta tug fyrirtækja þátt í að styðja hátíðina með fjárhagslegu framlagi eða þjónustu – og enn bætist í hópinn. Ljóst er að án öflugs stuðnings atvinnulífsins væri ekki hægt að halda Ljósanótt með jafn kröftugum hætti og raun ber vitni. „Það er ómetanlegt þegar fyrirtæki á svæðinu láta sig samfélagið varða,“ sagði Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri, við undirritunina. „Fjöldi íbúa starfar hjá þessum fyrirtækjum og sýnilegur stuðningur þeirra styrkir bæði traust og stolt starfsfólks. Það er alltaf ánægjulegt þegar allir leggja sitt af mörkum svo vel megi takast til.“ Ljósberar Ljósanætur 2025 Aðalstyrktaraðilar Ljósanætur – Ljósberarnir – eru í ár: Landsbankinn, KEF Keflavíkurflugvöllur, Skólamatur, BUS4U, Blue Car Rental, Nettó og GTS. Með stuðningi sínum taka Ljósberarnir virkan þátt í að auðga bæjarlífið og styrkja um leið þá þætti sem eru órjúfanlegur hluti þess að skapa starfsmönnum og viðskiptavinum eftirsóknarvert umhverfi til að lifa og starfa í. Hátíð með rætur og hefðir Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð sem dregur nafn sitt af lýsingu á sjávarhömrunum „Berginu“ sem blasir við frá hátíðarsvæðinu. Lýsingin var afhjúpuð á fyrstu Ljósanóttinni árið 2000 og hefur allar götur síðan verið táknrænn hápunktur hátíðarinnar, ásamt stórtónleikum og flugeldasýningu á laugardagskvöldinu.  Á Ljósanótt er lögð áhersla á fjölbreyttar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags. Menning hefur verið rauður þráður hátíðarinnar frá upphafi – með tónlist og myndlist í fararbroddi – enda Reykjanesbær annálaður tónlistarbær.
23. ágúst 2025
Á Ljósanótt 2025 verða þrjú fyrirtæki með tívolítæki! SPRELL – verður með tæki á túninu við aðalsviðið frá fimmtudegi til sunnudags. TAYOLRS TIVOLI – verður með tæki við hlið gamla SBK hússins í Grófinni frá fimmtudegi til sunnudags. KASTALAR – verða með tæki frá fimmtudegi til sunnudags á túninu við Duustorg við enda Vesturgötu og Vesturbrautar. Kaupa þarf miða hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og því gilda EKKI sömu miðar hjá öllum aðilum. Athygli er vakin á því að frítt verður í hoppukastalaland fyrir yngstu börnin í Skrúðgarðinum í Keflavík á laugardegi og sunnudegi! Íbúum Reykjanesbæjar býðst að kaupa miða í tívolítæki hjá fyrirtækjunum á tilboðsverði 3. og 4. september! Sunnudaginn 8. september verða miðar einnig seldir með 25% afslætti hjá Taylors. !SPRELL! 3. september miðvikudagur frá kl. 17-20. 4. september fimmtudagur frá kl. 17-20 Stakur miði verður á 50% afslætti (250kr) þessa tvo daga en eftir það fara þeir í almenna sölu og eru verðin þá eftirfarandi: Einn miði 500kr 10 miðar 4000kr 20 miðar 7000kr 30 miðar 9000kr 3-4 miðar í hvert tæki og endurgreiðsla ómöguleg. !TAYLORS TIVOLI! 3. september miðvikudagur frá kl. 17-20. 4. september fimmtudagur frá kl. 14-21. 25% afsláttur af Candyfloss og poppi Allt innifalið tilboð: 18 spilapeningar, 1 miði í verðlaunaleiki, 1 candyfloss eða poppkorn 10.000kr 20 spilapeningar 8.000kr Þrír heppnir viðskiptavinir vinna fimm spilapeninga í tækin hjá Taylors. Einn spilapeningur kostar 500kr utan tilboðsdaga og kostar að lágmarki tvo spilapeninga í hvert tæki. !KASTALAR! 3. september miðvikudagur frá kl. 15-19 4. september fimmtudagur frá kl. 15-19 Stakur miði verður á 50% afslætti (250kr) þessa tvo daga en eftir það fara þeir í almenna sölu og eru verðin þá eftirfarandi: Einn miði 500kr 6 miðar 2500kr 10 miðar 4000kr 20 miðar 7000kr 30 miðar + tveir skammtar af popp eða candyfloss = 10.000kr 2-4 miðar í hvert tæki.
Fleiri tilkynningar

Menningar- og fjölskylduhátíð!
Saman með ljós í hjarta!

Ljósanótt er haldin fyrstu helgina í september ár hvert og er áhersla lögð á viðamiklar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hátíðin teygi stundum anga sína út fyrir þann ramma. Hámarki nær hún á laugardagskvöldi með stórtónleikum á útisviði, lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu. Hátíðin fer fram þá helgi þar sem fyrsta laugardag ber upp í september. 

Nánar um Ljósanótt

Ljósberar - aðalstyrktaraðilar Ljósanætur 2025