Hagnýtar upplýsingar
Upplýsingarnar eru frá árinu 2024 og verða uppfærðar jafn óðum og þær hafa verið staðfestar.
Húsnæði fyrir sýningar
Því miður er húsnæði undir listsýningar sem Reykjanesbær hefur til umráða á Ljósanótt af skornum skammti. Listafólk er hvatt til að leita til fyrirtækja miðsvæðis til að kanna hvort möguleiki sé til sýninga.
Lokanir gatna
Skoða lokunarkortTakmarkanir verða á umferð gatna við hátíðarsvæði frá föstudagsmorgni, laugardag og sunnudag.
Salerni
Salerni verða staðsett við Öryggismiðstöð Ljósanætur á Norðfjörðsgötu, á Ægisgötu og á plani við Tjarnargötu/Suðurgötu. Einnig eru salerni á tjaldsvæði í Gróf.
Geymum hundinn heima
Hundar eru bannaðir á hátíðarsvæði á laugardegi Ljósanætur. Gerum ráðstafanir til verndar dýrum á meðan flugeldasýningunni stendur.
Drónaflug
Óheimilt er að fljúga fjarstýrðu loftfari yfir mannfjölda.
Fylgja skal fyrirmælum, takmörkunum og banni flugumferðarþjónustu, lögreglu, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu sem og annarra yfirvalda um flug fjarstýrðra loftfara á tilteknum svæðum.
Í tilefni af Ljósanæturhátíð í Reykjanesbæ árið 2024 þykir lögreglustjóranum á Suðurnesjum rétt að vekja athygli á ofangreindri bannreglu.
Sjá til hliðsjónar 12. gr. reglugerðar nr. 990/2017, um starfrækslu fjarstýrðra loftfara.
Göngum vel um bæinn
Ruslatunnur eru staðsettar víða á hátíðarsvæði ásamt söfnunartunnum fyrir dósir og flöskur - göngum vel um bæinn okkar á Ljósanótt.
Ljósanæturfánar
Hægt er að panta Ljósanæturfána hjá Merkiprent.
Öryggi í fyrirrúmi á Ljósanótt
Til að tryggja öryggi og halda uppi gæslu á Ljósanótt hefur öryggisnefnd Ljósanætur útbúið nákvæma áætlun fyrir alla aðila er koma að öryggismálum á svæðinu.
Öryggisnefnd, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum slökkviliðs og sjúkraflutninga, lögreglu og björgunarsveita, hefur yfirfarið öryggismál sem tengjast svæðinu og hátíðarhöldum á komandi Ljósanótt.
Hugað hefur verið sérstaklega að skipulagi á svæðinu og hugsanlegum uppákomum, aðkomu lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila sem og verkþætti og viðbrögð þeirra.
Óskilamunir og týnd börn
Viðbragðsaðilar hafa aðsetur í Gömlu búð, Duusgötu 5.
Þangað er hægt að fara með óskilamuni og fá aðstoð vegna týndra barna.
Gott ráð er að skrifa gsm númer á handabak ungra barna ef þau skyldu verða viðskila.