Hagnýtar upplýsingar

  • Framkvæmd Ljósanætur

    Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en verkefnastjóri Ljósanætur er Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi, netfang gudlaug.m.lewis@reykjanesbaer.is.


    Allar upplýsingar um Ljósanótt eru veittar í gegnum netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í síma 421 6700 og í upplýsingasíma Ljósanætur 891 9101 sem starfræktur verður Ljósanæturhelgina.

  • Kort af hátíðarsvæði

  • Upplýsingasími á hátíðarhelgi

    Upplýsingasími Ljósanætur sem starfræktur er á hátíðarhelginni er 891-9101.


    Gott ráð er að skrifa gsm númer á handabak ungra barna ef þau skyldu verða viðskila.

  • Dagskrárviðburðir á Ljósanótt

    Dagskrá er birt á vefnum ljosanott.is jafnóðum og hún tekur á sig mynd og þurfa allir þátttakendur að skrá sína viðburði beint inn á vefinn. 


    Undir flipann "Skrá viðburð" eru settar inn viðeigandi upplýsingar og mynd. Viðburðurinn bíður þar samþykktar og er birtur að yfirferð lokinni. 


    Öll dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.


    Athugið að ekki er leyfilegt að setja inn auglýsingar eða texta sem fela í sér kynningu á áfengi.


    Hér má sjá helstu dagskrárliði 2025 

  • Stæði fyrir húsbíla og ferðavagna

    Hægt verður að leggja ferðavögnum og húsbílum við Smábátahöfnina í Gróf. Þar verður boðið upp á rafmagn og salerni frá fimmtudegi kl. 17. 


    Verðskrá fyrir hverja nótt:

    Rafmagn 1.000kr

    Fullorðnir 15 ára og eldri 1.500kr

    Börn 14 ára og yngri frítt


    Einnig er hægt að leggja á Fokkunni við hús Sýslumannsins á Suðurnesjum og á grasbletti við Hringbraut/Vesturbraut. Þar er þó engin þjónusta, hvorki rafmagn né salerni.


    Staður fyrir losun ferðasalerna er í Skólphreinsistöð Reykjanesbæjar við Fitjabraut 1a.

  • Ljósanæturstrætó

    Ljósanæturstrætó gengur frá föstudegi kl. 16:00 til sunnudags kl. 17. Ekið er leiðir R1 Keflavík, R2 Njarðvík, R3 Ásbrú ásamt pöntunarþjónustu fyrir R4. 


    Upplýsingar um Ljósanæturstrætó má finna hér


    Söfnunarstaður er við Myllubakkaskóla á öllum leiðum og frítt er í Ljósanæturstrætó!


    Landsbyggðarstrætó gengur samkvæmt hefðbundinni áætlun og verður söfnunarstaður við Miðstöð. Hægt er að sjá áætlun á straeto.is

  • Leigubílar

    Söfnunarstaður leigubifreiða á laugardag og aðfararnótt sunnudags er við Tjarnargötutorg (Tjarnargötu 12)

  • Bílastæði

    Bent er á bílastæði neðan Hafnargötu við Ægisgötu og við Tjarnargötu 12.

    Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða eru staðsett fyrir afran Tjarnargötu 12, við Vesturbraut 17 og við Norðfjörðsgötu.

  • Rafhlaupahjól - Hopp

    Innan Ægisgötu, Grófar, Kirkjuvegs og Faxabrautar verður hraði rafhlaupahjóla Hopp takmarkaður við 15 km/klst. Einnig verður ekki hægt að leggja rafhlaupahjólum á þessu svæði.


    Á Hafnargötu verður hraði takmarkaður við 5 km/klst, og þar verður einnig óheimilt að leggja Hopp hlaupahjólum.


    Sérstök afsláttar-svæði verður að finna við Ránargötu og við Slippfélagið þar sem má leggja rafhlaupahjólum frá Hopp.


    Þessar breytingar munu vera í gildi frá miðvikudeginum 3. september kl. 17:00 til sunnudagsins 7. september kl. 23:00.

    Öll svæði utan miðbæjarins munu halda sínu hefðbundna fyrirkomulagi.


    Fólk sem er á eigin rafhlaupahjólum er beðið um að fylgja sömu hraðatakmörkunum á hátíðarsvæðinu og getið er hér að ofan. Auk þess er fólk beðið að sýna aðgát.

  • Húsnæði fyrir sýningar

    Því miður er húsnæði undir listsýningar sem Reykjanesbær hefur til umráða á Ljósanótt af skornum skammti. Listafólk er hvatt til að leita til fyrirtækja miðsvæðis til að kanna hvort möguleiki sé til sýninga.  

  • Lokanir gatna

    Takmarkanir verða á umferð gatna við hátíðarsvæði frá föstudagsmorgni, á laugardag og sunnudag. 

    Skoða lokunarkort
  • Salerni

    Salerni verða staðsett við Öryggismiðstöð Ljósanætur á Norðfjörðsgötu, á Ægisgötu og á plani við Tjarnargötu/Suðurgötu. Einnig eru salerni á tjaldsvæði í Gróf.

  • Geymum hundinn heima

    Hundar eru bannaðir á hátíðarsvæði á laugardegi Ljósanætur. Gerum ráðstafanir til verndar dýrum á meðan flugeldasýningunni stendur.

  • Drónaflug

    Óheimilt er að fljúga fjarstýrðu loftfari yfir mannfjölda.


    Fylgja skal fyrirmælum, takmörkunum og banni flugumferðarþjónustu, lögreglu, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu sem og annarra yfirvalda um flug fjarstýrðra loftfara á tilteknum svæðum.


    Í tilefni af Ljósanæturhátíð í Reykjanesbæ þykir lögreglustjóranum á Suðurnesjum rétt að vekja athygli á ofangreindri bannreglu.

    Sjá til hliðsjónar 12. gr. reglugerðar nr. 990/2017, um starfrækslu fjarstýrðra loftfara.


    Frá Samgöngustofu
  • Göngum vel um bæinn

    Ruslatunnur eru staðsettar víða á hátíðarsvæði - göngum vel um bæinn okkar á Ljósanótt. 

  • Ljósanæturfánar

    Hægt er að panta Ljósanæturfána hjá Merkiprent.

  • Öryggi í fyrirrúmi á Ljósanótt

    Til að tryggja öryggi og halda uppi gæslu á Ljósanótt hefur öryggisnefnd Ljósanætur útbúið nákvæma áætlun fyrir alla aðila er koma að öryggismálum á svæðinu. 


    Öryggisnefnd, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum slökkviliðs og sjúkraflutninga, barnavernd, lögreglu og björgunarsveita, hefur yfirfarið öryggismál sem tengjast svæðinu og hátíðarhöldum á komandi Ljósanótt.


    Hugað hefur verið sérstaklega að skipulagi á svæðinu og hugsanlegum uppákomum, aðkomu lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila sem og verkþætti og viðbrögð þeirra.

  • Óskilamunir og týnd börn

    Viðbragðsaðilar hafa aðsetur í Gömlu búð, Duusgötu 5.

    Þangað er hægt að fara með óskilamuni og fá aðstoð vegna týndra barna.


    Gott ráð er að skrifa gsm númer á handabak ungra barna ef þau skyldu verða viðskila.

Sölusvæði á Ljósanótt



  • Sölusvæði á Ljósanótt

    Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hyggjast vera með sölu af einhverju tagi á Ljósanótt eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umsjónarmann söluplássa á netfangið sala@ljosanott.is  og tilkynna um þátttöku. 


    Leyfilegt er að vera með torgsölu frá fimmtudegi til sunnudags.


    Staðsetning og stærð söluplássa á almennu sölusvæði er samkvæmt yfirlitsmynd


    Yfirlitsmynd sölusvæðis

  • Handverksmarkaður

    Ákveðið hefur verið að hafa handverksmarkað þetta árið að Tjarnagötu 12 (Ráðhúsi Reykjanesbæjar).


    Verð á söluplássi verður 10.000 kr. pr. hvern meter  fyrir alla söludagana (algengast er að fólk leigi a.m.k. 2 metra löng pláss). Söluaðilar verða sjálfir að leggja til borð og stóla fyrir sína aðstöðu.  Rafmagn er innifalið í leigu.


    Áætlaður opnunartími handverkmarkaðar verður:

    • Fimmtudagur  4. sept.  17 – 23

    • Föstudagur  5. sept.       17 – 23

    • Laugardagur  6. sept.    12 – 23

    • Sunnudagur  7. sept.     12 – 17


    ATH.  að öll sala á notuðum fötum, kompudóti, mat og sambærilegu á ekki heima á Handverksmarkaði.

    ATH.  að söluvarningur er ávallt á fullri ábyrgð söluaðila og umjónaraðili söluplássa ber ekki ábyrgð á varningi söluaðila. Engin gæsla er utan opnunartíma en húsnæði er læst utan opnunartíma.


    Þeir sem hafa hug á að tryggja sér pláss á handverksmarkaði vinsamlegast sendið tölvupóst á sala@ljosanott.is og gefið upplýsingar um hversu miklu plássi óskað er eftir ásamt upplýsingum um söluaðila og hvað á að selja.


  • Vegna veitingasölu og almennar torgsölu á hátíðarsvæði

    Þeir sem hyggjast selja matvæli þurfa að hafa leyfi frá viðkomandi heilbrigðiseftirliti (leggja þarf fram gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits sveitarfélags).  


    Tjöld/vagnar þurfa að uppfylla brunavarnir skv. leiðbeiningum um Brunavarnir í samkomutjöldum 71.4 br. 2.


    Söluaðilar skulu vera með ábyrgðartryggingu og senda afrit með staðfestingu samhliða skráningu.


    Þeim sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði er óheimilt að stunda sölumennsku á hátíðarsvæði Ljósanætur. Rétt er að benda leiguliðum á að koma með sín eigin slökkvitæki, eldvarnarteppi, sjúkrakassa og handsótthreinsi þar sem sá búnaður er ekki  innifalinn í leigunni.

  • Kostnaður vegna torgsölu á almennu sölusvæði

    Aðstöðu-/reitaleiga er 75.000 kr fyrir Ljósanæturhelgina.


    Söluaðili er vinsamlegast beðinn að senda sem fyrst stærð grunnflatar aðstöðu sinnar (sölutjald/bíll/sölubás) á sala@ljosanott.is og mynd af aðstöðunni.


    Innifalið í leigugjaldi er aðgangur að rafmagni. Misjafnt er milli svæða hversu mikið rafmagn stendur til boða, í einhverjum tilfellum gætu leigutakar þurft að sjá sér sjálfir fyrir rafmagni (með eigin rafstöð) ef notkun er umfram það sem kerfið þolir.

  • Greiðslur

    Greiðslur verða  að berast í síðasta lagi mánudaginn 1. september 2025 á reikning Ljósanætur. Senda skal kvittun úr heimabanka viðkomandi á netfangið: sala@ljosanott.is og er áríðandi er að sett sé í tilvísun: númer sölusvæðis og nafna leiguliða. 


    Reikningur fyrir sölusvæði á Ljósanótt er: Kt. 410611-0580, Reikn. Nr. 0142-26-10013. 


    Leigutökum verður afhent leyfisbréf sem eiga að vera sýnileg á sölustað.


    Íþrótta- og félagasamtök í Reykjanesbæ greiða ekki aðstöðugjald/reitaleigu fyrir sölusvæði/torgsölu á Ljósanótt. Þau þurfa þó að fara í sama umsóknarferli og aðrir söluaðilar og uppfylla sömu skilyrði til torgsölu.

Hópakstur bifhjóla og glæsikerra

Birt með fyrirvara um breytingar


  • Upplýsingar

    Bifhjólaklúbburinn Ernir og Akstursíþróttafélag Suðurnesja standa fyrir hinum ómissandi hópakstri bifhjóla og glæsikerra niður Hafnargötu á Ljósanótt. 


    Ökutækin aka niður Hafnargötu og þeim síðan lagt þar sem gestir og gangandi geta virt þau fyrir sér og speglað sig í gljáfægðum græjunum. 


    Bifhjólum verður lagt við smábátahöfnina fyrir aftan Duus safnahús og glæsikerrum verður lagt við Duusgötu/Gróf.

  • Glæsikerrur

    • 100 bílar að hámarki aka niður Hafnargötu. 
    • Kl. 14:00 mæting bifreiða á plani N1, að Hafnargötu 86-88.
    • Allir bílar umfram 100 aka aðra leið út af N1 plani að hringtorgi Njarðarbrautar, Hafnargötu og Þjóðbrautar, út úr hringtorgi á Þjóðbraut, norður Hringbraut að gatnamótum Hólmbergsbrautar og aka niður Selvík inn Bakkaveg inn í Gróf þar sem fulltrúar AÍFS stýra lagningu.
    • Kl. 15:00 hefst akstur. Bifhjól aka á undan glæsikerrum.
    • Akstursíþróttafélag Suðurnesja sér um utanumhald og framkvæmd og stýrir talningu á Hafnargötu og lagningu á Duus svæðinu.
    • Ökumönnum ber að virða fyrirmæli AÍFS.
    • Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá aifs@aifs.is
  • Bifhjól

    • 200 bifhjól að hámarki aka niður Hafnargötu. Öll bifhjól umfram þann fjölda aka aðra leið samkvæmt skipulagi Arna.
    • Kl. 13:00 Bifhjólamenn safnast saman á planinu hjá Arnarhreiðri klúbbhúsi Arna að Bakkastíg 16 og verður byrjað á pylsuveislu þar.
    • Ernir munu raða upp þeim bifhjólum sem munu taka þátt í akstrinum áður en lagt er af stað.
    • Kl. 14:55 hefst akstur. Bifhjól aka á undan glæsikerrum.
    • Ernir verða fremstir og aftastir til að halda leyfilegum fjölda hjóla niður Hafnargötu.
    • Umfram hjól aka út úr hringtorgi, á mótum Njarðargötu, Hafnargötu og Þjóðbrautar, inn á Þjóðbraut, norður Hringbraut að gatnamótum Hólmbergsbrautar og aka niður Selvík, inn Bakkaveg og neðan við Duus safnahús og leggja hjólunum á bílaplani smábátahafnar.
    • Ökumönnum ber að virða fyrirmæli bifhjólaklúbbsins Arna.
    • Nánari upplýsingar veitir Jósef Meekosha (jobbim@gmail.com / s. 840-1196).