Velkomin á

Ljósanótt


5. - 8. SEPTEMBER 2024

Velkomin á

Ljósanótt


5. - 8. september 2024

Tilkynningar

06 Sep, 2023
Við skipulagningu á fjölskyldu og menningarhátíð fyrir rúmlega 20 þúsund manna bæjarfélag og nokkur þúsund gesti til viðbótar er í mörg horn að líta svo allt gangi upp.
03 Sep, 2023
Íbúar Reykjanesbæjar létu ekki aftakaveður föstudagskvölds aftra sér frá því að mæta til Árgangagöngu upp úr hádegi í gær, laugardag, og þramma undir lúðrablæstri að hátíðarsvæði þar sem Kjartan Már Kjartansson bæjarstóri bauð gesti Ljósanætur velkomna. Dagskrá laugardagsins fór að mestu fram samkvæmt áætlun en skipuleggjendur hátíðarinnar héldu þó áfram að hugsa í lausnum og barnadagskrá sem fyrirhuguð var utandyra var flutt til svo yngsta kynslóðin gæti sem best notið hennar. Þannig mættu hin geysivinsælu Lára og Ljónsi húsfylli barna í Stapa á laugardagsmorgni og hoppukastalar sem ekki taldist öruggt að hafa uppblásna úti voru vel nýttir innandyra í Reykjaneshöll. Þúsundir voru svo saman komnar á stórtónleikum Ljósanætur í gærkvöldi þar sem veðurguðirnir voru búnir að hrista úr sér mestu skapvonskuna og sýndu á sér sparihliðina. Stemningin á svæðinu var gríðarlega góð enda boðið upp á frábæra tónleika sem einnig var útvarpað á Rás 2. Ljósin á Berginu, sem hátíðin dregur nafn sitt af, kviknuðu við mikil fagnaðarlæti í lok magnaðrar flugeldasýningar, og munu þau lýsa upp myrkasta skammdegið í vetur og minna á sköpunargleðina og kraftinn í samfélaginu sem kristallast svo vel á Ljósanótt. Dagskrá Ljósanætur heldur áfram í dag með sýningum, leiðsögnum í listasafni og byggðasafni og ýmsum tónleikum. Meðal annars fer fram hátíð í Höfnum, sem er eitt hverfa Reykjanesbæjar, og því nóg um að vera fyrir á fjórða og síðasta degi Ljósanætur sem var um margt óvenjuleg í ár og sýndi í raun hvaða sess hátíðin skipar í hjörtum íbúa sem neituðu að láta í minnipokann fyrir náttúruöflunum og héldu sína Ljósanótt með stæl.
02 Sep, 2023
Föstudagurinn frábær!
Fleiri tilkynningar

Ljósanótt - menningar- og fjölskylduhátíð

Ljósanótt er haldin fyrstu helgina í september ár hvert og er áhersla lögð á viðamiklar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hátíðin teygi stundum anga sína út fyrir þann ramma. Hámarki nær hún á laugardagskvöldi með stórtónleikum á útisviði, lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu. Hátíðin fer fram þá helgi þar sem fyrsta laugardag ber upp í september. 

Nánar um Ljósanótt
Share by: