Allir viðburðir
List of Services
-
Rokksafn ÍslandsRokksafn Íslands
Rokksafn Íslands er sýning um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ.
Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1920 til dagsins í dag.
Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, styttu af Rúnari Júlíussyni, flygil úr eigu Ragga Bjarna og þannig mætti lengi telja.
-
XXV - ljósmyndasýningXXV - ljósmyndasýning
Ljósmyndari Larz
Árið 2025 var frekar óreiðukennt og taka myndirnar á sýningunni mið af því. Bland í poka af allskonar ljósmyndum sem lýsa árinu fyrir mér.
Ljósmyndirnar eru af bænum, eldsumbrotum og nærumhverfi. Verið öll hjartanlega velkominn á Hafnargötu 27 í Reykjanesbæ.
-
Duus HandverkDuus Handverk
Duus handverk býður ykkur hjartanlega velkomin á Ljósanótt að Hafnargötu 62.
Listamenn eru með samsýningu á málverkum og fallegu íslensku handverki.
Á fimmtudagskvöld kl. 19-20 fáum við til okkar ungan efnilegan söngvara Guðjón Þorgils og léttar veitingar verða í boði.
Einnig verðum við með Ljósanæturtilboð á völdum vörum.
-
Góðvinir GeimsteinsGóðvinir Geimsteins
Stofutónleikar að Skólavegi 12, Keflavík, þar sem Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir byggðu sitt heimili og stofnuðu hljómplötuútgáfuna Geimstein sem starfað hefur sleitulaust frá árinu 1976.
Bræðurnir Júlíus og Baldur Guðmundssynir segja sögur og flytja lög þeirra listamanna sem litu við á upptökuheimili Geimsteins og komu þaðan öllu betri og hressari. Kennir þar ýmissa grasa og má þar helst nefna Bjartmar Guðlaugs, Lónlí blú bojs, Magga Kjartans, Hljóma, Hjálma, Magnús og Jóhann, Valdimar, Þóri Baldurs og Hemma Gunn. Gluggað verður í "Geimslurnar" og margir gullmolar týndir til, rýndir og fægðir.
Hver vill ekki eignast Leyndarmál, komast að því af hverju Pabbi þarf að vinna og hvernig Vinur minn og ég hljómar á ensku.
Eftirminnileg kvöldstund á þeim vettvangi sem mikil tónlist varð til.
Einungis 50 miðar verða í boði.
-
UmhverfisviðurkenningarUmhverfisviðurkenningar
Afhending Umhverfisviðurkenninga 2025 - varaformaður Umhverfis og skipulagsráðs afhendir verðlaun ásamt fulltrúum nefndarinnar.
Samkomulag milli Reykjanesbæjar og Frímúrarareglunnar St. Jóhannesar Stúkunnar Sindra um skrúðgarðinn í Njarðvík verður undirritað. Samkomulag felur í sér skipulag, gróðursetningu og umhirðu svæðisins næstu 30 árin
-
Setning LjósanæturSetning Ljósanætur
Setning Ljósanætur verður haldin í Skrúðgarðinum í Keflavík.
Elstu nemendur í leikskólum Reykjanesbæjar ásamt nemendum í 3., 7. og 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar eru viðstödd setninguna.
Velkomin á Ljósanótt!
-
Opnun listsýningaOpnun listsýninga
Ávallt er mikið um dýrðir seinnipart fimmtudags og fram á kvöld þegar listsýningar opna hver á fætur annarri víðs vegar um bæinn.
Mikil stemning skapast í bænum á þessu kvöldi, verslanir eru með góð tilboð og heimamenn og þeirra gestir flykkjast á sýningarnar og eiga saman frábæra kvöldstund. Sýningarnar standa svo opnar fram á sunnudag.
-
Konukvöld á BRONS frá 22-02Konukvöld á BRONS frá 22-02
Ljósanæturhelgi á Brons ✨
Við ætlum að halda uppi stemningunni alla Ljósanæturhelgina með mat, tónlist og fjöri. Þú vilt ekki missa af þessari veislu
Fimmtudagur 4.september - Konukvöld 💃
🍴 Ljósanætur matseðill
🎶 Ingó Veðurguð mun spila frá kl. 22:00–23:30
DJ Sóley Bjarna heldur áfram stemningunni fram á nótt 🌙
🎟️ Selt inn frá kl. 22:00, einnig hægt að kaupa miða inná Stubb | Opið til kl. 02:00
-
HandavinnuhittingurHandavinnuhittingur
Prjónasystur verða með opið og öllum velkomið að kíkja við. Hægt er að koma með sína handvinnu og setjast niður með skemmtilegu fólki.
Léttar veitingar í boði :)
-
Partybingó á Paddy'sPartybingó á Paddy's
Partý Bingó með Evu Ruza.
Þegar verslanir loka á fimmtudagskvöld Ljósanæturhelgar leiðir Eva Ruza mannskapinn í risa Partý Bingó.
Vinningar í boði Ölgerðarinnar og fleiri vina Paddy's.
-
Skyggnilýsing Þórhallur Guðmundsson og Jón Lúðvíksson verða með skyggnilýsingu hjá okkur í Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja. Víkurbraut 13, Reykjanesbæ Fimmtudaginn 4. September Klukkan 20:00 Húsið opnar 19:30. Verð 3.000 krSkyggnilýsing
-
Söngstund og opnunarhátíðSöngstund og opnunarhátíð
Í tilefni opnunar bókasafnsins í Hljómahöll fyrr í ágústmánuði verður formleg opnun safnsins haldin í hádeginu, fimmtudaginn 4. september, samhliða hinni árlegu söngstund sem er einn af þeim viðburðum sem markar upphaf Ljósanætur.
Söngstundin á bókasafninu hefur um árabil verið fastur liður í hátíðinni og höldum við þeirri hefð áfram þrátt fyrir að safnið hafi flutt sig um set. Að þessu sinni fer viðburðurinn fram í Bergi í Hljómahöll og hefst kl. 12:15.
Boðið verður upp á léttar veitingar, söng og gleði. Kjartan Már bæjarstjóri tekur upp fiðluna að vanda og leiðir samsönginn ásamt Sverri Bergmann bæjarfulltrúa og valinkunnum hljóðfæraleikurum.
Við hvetjum íbúa og gesti Reykjanesbæjar til að taka þátt í þessari skemmtilegu stund og fagna opnun nýja bókasafnsins og upphafi Ljósanætur.
-
KK & Mugison í HljómahöllKK & Mugison í Hljómahöll
KK & Mugison verða með magnaða tónleikaveislu í Hljómahöllinni á Ljósanótt!
Langt er um liðið frá því að þeir félagar spiluðu síðast í Reykjanesbæ saman og því alveg kominn tími á eitt stykki tónleika.
Við fyllum Hljómahöllin af sögum, söng og sál þetta kvöldið og lofum frábærri skemmtun. Með í för verður gítarsnillingurinn Gummi P.
-
💗Akita Iceland💗💗Akita Iceland💗
Akita Iceland – Þægindin hitta stílinn
Vandaðar flíkur sem eru hannaðar til að láta þér líða vel og líta vel út – sama hvort þú ert í göngutúr, í skóla eða heima í kósý. Við verðum með kósý sett, hettupeysur, buxur og fleiri flíkur sem blandast stíl og þægindum á einstakan hátt.
Komdu við – prófaðu og finndu þitt vibe 💗
-
Handverksmarkaður á Tjarnargötu 12Handverksmarkaður á Tjarnargötu 12
Hið margrómaða handverkstjald flyst nú inn á Tjarnargötu 12 í ráðhús Reykjanesbæjar.
Þar lofum við frábærri markaðsstemningu þar sem fjölmargir söluaðilar selja spennandi handverk og annan varning.
Meðal söluaðila eru:
Óli Prik ehf - Húfur, buff o.fl. fatnaður með ísaumuðum merkingum
Rebekka María - Málaðar myndir með fluid tækni
Tears Children Charity - Handverk og munir frá Kenía
Vera Design - Sjálfbær íslensk fatahönnun úr ísl. eingirni
Krakkakrútt - Allskonar fyrir krakka
Alvilda - Heklaðar húfur
Undur.is - Ljósmyndir, sjöl, koddaver,herrabindi og slaufur
Edda Eldmey - Tækifæriskort
Birt með fyrirvara um breytingar.
-
Elísabet ÁsbergElísabet Ásberg
Elísabet Ásberg sýnir á Park-inn
-
ÓVart - myndlistÓVart - myndlist
Valbjörg Ómarsdóttir setur upp sýningu á verkum sem einkennast af litadýrð og andlitum sem fanga augað.
ÓVart www.instagram.com/ovart.vo
-
Hrafnhildur - Myndlist Hrafnhildur verður ein af mörgum listamönnum í Oddfellowhúsinu á Ljósanótt.Hrafnhildur - Myndlist
-
Dalla myndlistDalla myndlist
Dalla verður ein af mörgum listamönnum í Oddfellowhúsinu á Ljósanótt.
-
Hvorki fugl né fiskurHvorki fugl né fiskur
Ég ætla að vera með nokkrar myndir og fleira á Park Inn by Radisson hótelinu.
Hlakka til að sjá ykkur. Sigga Dîs
-
Guðmunda - Keramik Guðmunda verður ein af mörgum listamönnum í Oddfellowhúsinu á Ljósanótt.Guðmunda - Keramik
-
aura.via sokkakynningaura.via sokkakynning
Kynning á aura.via sokkum og sokkabuxum ásamt kaupauka. Verðum einnig með 20% afslátt af öllum skóm frá 3. - 7. september og lengri opnunartíma. (sjá nánar á facebook síðunni okkar Skóbúðin í Reykjanesbæ)
-
Akita IcelandAkita Iceland
Akita Iceland er fatamerki sem leggur áherslu á að sameina þægindi og stíl.
Verðum með lukkuhjól, tjald og möguleika á að máta og kaupa okkar vörur.
-
byKrummibyKrummi
byKrummi verður með Pop up á Park Inn
Reykjavík Candle Co. byKrummi framleiðir hrein hágæða ilmkerti úr bestu fáanlegu hráefnum til kertagerðar en kertin eru hvorki skaðleg heilsu manna né dýra
-
Courtyard by MarriottCourtyard by Marriott
Ljósanótt á Courtyard by Marriott Reykjavik Keflavik Airport 4.–7. september 12:00–18:00 alla dagana
Komdu og fagnaðu Ljósanótt með okkur!
Lukkuhjólið okkar verður á staðnum og allir Marriott Bonvoy-meðlimir geta unnið skemmtilega vinninga. Í fundarherberginu okkar verður falleg listasýning frá Hæfingarstöð Reykjanesbæjar, opin öllum gestum. Hægt verður að bjóða í listaverkin – allur ágóði rennur óskiptur til Hæfó.
Við hlökkum til að sjá þig!
Staðsetning: Fundarherbergin á Courtyard by Marriott Reykjavik Keflavik Airport, Aðalgata 60, 230 Reykjanesbær
-
GeoSilicaGeoSilica
GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku, sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar. Íslensku steinefnin sem að hafa slegið í gegn að undanförnu og vaxa sífellt í vinsældum hjá fólki á öllum aldri.
Boðið verður upp á veglegan afslátt af öllum vörum ásamt ráðgjöf við val á vöru.
Komdu og gerðu góð kaup af steinefnum fyrir veturinn.
Hlökkum til að sjá þig!
-
Varðveisla á ljósanóttVarðveisla á ljósanótt
Varðveisla hannar og býr til einstakar keramik vörur fyrir heimilið. Í vörulínunni eru gerjunarílát til að gerja grænmeti, smjörkrúsir, diskar, skálar, bollar og ýmislegt fleira spennandi. Kíktu við og finndu eitthvað alveg nýtt fyrir þig og þína.
www.vardveisla.is
-
Vöfflukaffi VÍS Við elskum að fá heimsóknir og þess vegna bjóðum við í vöfflukaffi fimmtudaginn 4. september frá kl. 16–18. Rjúkandi heitt kaffi og nýbakaðar vöfflur. Hlökkum til að sjá ykkur!Vöfflukaffi VÍS
-
Listasafn ReykjanesbæjarListasafn Reykjanesbæjar
Listasafn Reykjanesbæjar opnar tvær sýningar á Ljósanótt, fimmtudaginn 4. september kl. 18:00.
Í fremri sal opnar Hulduefni, einkasýning Vilhjálms Bergssonar (1937) frá Grindavík. Vilhjálmur er listamaður með ákveðna sýn og heildstætt ævistarf, þar sem hann var jafnan að vinna út frá því sem hann kallaði lífrænar víddir. Vilhjálmur stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum frá 1951-1953. Haustið 1958 fór hann til Kaupmannahafnar og dvaldist næstu tvö árin við listnám og síðan var hann önnur tvö ár í París. Sýningarstjóri er Hanna Styrmisdóttir, sérfræðingur hjá Listasafni Reykjanesbæjar.
Myndverk sýningarinnar eru valin úr nýlegri gjöf listamannsins til Listasafns Reykjanesbæjar, elstu verkin eru frá sjötta áratug síðustu aldar, allt til dagsins í dag. Þannig er Hulduefni, yfirlitssýning valdra myndverka frá ferli Vilhjálms Bergssonar.
Í gluggasal opnar Heimsmynd, einkasýning Áka Guðna Gränz (1925-2014). Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar. Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans. Áki var afkastamikill listmálari, myndhöggvari og hannaði ýmiskonar merki og fána m.a. bæjarmerki Njarðvíkur og merki Kvenfélags Njarðvíkur, Iðnaðarmannafélags Suðurnesja og fleiri. Áki tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum, kjörinn í hreppsnefnd Njarðvíkur árið 1970, var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Njarðvík til 1986 og forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur 1982-1986. Hann sat í stjórn Ungmennafélags Njarðvíkur, var stofnfélagi í Lionsklúbbi Njarðvíkur og einna af stofnendum Sjálfstæðisfélags Njarðvíkur. Áki sat í undirbúningsnefnd stofnunar félags Keflavíkurverktaka og var bæði meðstofnandi og í stjórn félags málaraverktaka í Keflavík.
Sýningarnar munu standa til 4. janúar 2026. Hulduefni, einkasýning Vilhjálms Bergssonar er styrkt af Myndlistarsjóði.
Heimsmynd, einkasýning Áka Guðna Gränz er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
-
Milli draums og veruleikaMilli draums og veruleika
🌙 Milli draums og veruleika Stafræn myndlistarsýning eftir Kristinu Couch.
Í sýningunni Milli draums og veruleika býður listakonan Kristin Couch gestum að stíga inn í draumkenndan heim stafrænnar myndlistar þar sem undirmeðvitund, minningar og ímyndunarafl fá að stýra ferðinni.
Verkin spretta úr innra landslagi, þar sem tilfinningar og tímalaus form leysast frá rökvísum veruleika og taka á sig mynd. Formið talar ekki með orðum – það hvíslar, spyr og dregur áhorfandann inn í persónulegan og dularfullan heim.
✨ Allir velkomnir – listunnendur, gallerí og fjölmiðlar!
Nánar á: www.kcart.se
🗓️ Opnun: Fimmtudagur 4. september kl. 18:00
📍 Staðsetning: Fisher húsið, Hafnargata 2, 230 Reykjanesbær
🖼️ Sýningartími: 4.– 7. september 2025 Hluti af Ljósanótt í Reykjanesbæ
-
Fischershús fyllist af listFischershús fyllist af list
Í Fischershúsi má upplifa fjölbreytta og heillandi list á Ljósanótt. Þar mætast málverk, tálgaðir fuglar, ljósmyndir, stafrænt myndlist, bókverk, og keramik í lifandi samhengi. Sýningarnar mynda einstaka heild þar sem ólíkir miðlar og hugmyndir sameinast í skapandi samtali.
Halldóra Jónsdóttir - Konur í allri sinni dýrð
Rúnar Ástvaldsson- Tálgaðir fuglar úr íslensku birki
Kristín Sigurðardóttir - Ljósmyndir
Kristín Couch- Milli draums og veruleika
Marta Eiríksdóttir- Þjáningin er fæðingarhríð skilningsins
Guðmundur Karl Brynjarsson- Englar í skrúðgarðinum - drög að sýningu
Leirbakaríið
-
Eyfi á RánniEyfi á Ránni
🎶 Eyfi á Ránni – Fimmtudagskvöldið 4. september 🎶
Látið ekki þetta einstaka tækifæri framhjá ykkur fara! Hinn eini sanni Eyfi mætir á Ránna fimmtudagskvöldið 4. september. Hann mun spila öll sín bestu lög og halda uppi stemningunni langt fram eftir nóttu.
🎟 Miðaverð: Herramenn: 1.500 kr. Dömur: FRÍTT inn
✨ Húsið opnar klukkan 22:00
🔞 20 ára aldurstakmark (löggild skilríki þarf að sýna).
-
EndurfundirEndurfundir
Eftir margra ára fjarveru og mikinn söknuð hafa litlar verur tekið þá ákvörðun að sigla alla leið frá Gúbbalandi til okkar hingað í Mannalandi. Þeir eru mjög spenntir fyrir þessum endurfundum og hlakka mikið til að hitta gamla og nýja vini.
Rut Ingólfsdóttir
-
ÁJ málverk og ÁJ hönnunÁJ málverk og ÁJ hönnun
Ég tek þátt í stórviðburðinum Menningarveislan Við saman í Oddfellow húsinu ásamt mörgum öðrum. Ég verð þar með til sýnis og sölu málverk m.a. vinsælu kríumálverkin mín en einnig með veski saumuð úr aflögðu efni og tækifæriskort
-
Kastalar: leik- og tívolítækiKastalar: leik- og tívolítæki
Við verðum á sama stað og í fyrra á Ljósanótt í ár. Verðum á þríhyrningnum á móts við Duus safnahús.
Leik- og tívolítæki fyrir börnin ásamt veitingasölu í vagninum okkar.
Kíktu við í gleðina !
-
Kósýföt - barnafatnaðurKósýföt - barnafatnaður
Kósýföt verða á Park Inn by Radisson með mikið úrval af barnafötum úr hágæða efnum. Verðum með vinsælu vettlingana okkar sem börn ná ekki af sér, tilvalið fyrir leikskólann!
Góð tilboð alla helgina!
Hlökkum til að sjá ykkur!
-
Charlotta.keramik og Maríuklæði á vinnustofu SossuCharlotta.keramik og Maríuklæði á vinnustofu Sossu
Charlotta.keramik og Maríuklæði verða á vinnustofu Sossu með vörur sýnar til sölu.
Charlotta keramik verður með úrval af handmótuðum og handrenndum hlutum í steinleir og er því hver hlutur einstakur. Ég verð með kertaluktir, kertastjaka, skálar, bolla og fleira. Verkin mín einkennast af fjölbreytileika og litagleði. Ljósanæturafsláttur af völdum vörum !
Maríuklæði verða með línu af handlituðum flíkum - hver flík einstök og engar tvær eins. Ég verð með nýja samfestinga, jogging galla og vintage merkjavöru sem ég er búin að meðhöndla. Ég legg áherslu á falleg snið og að eiga stærðir fyrir allar konur. Núna á ég líka geggjaðar herra skyrtur. Svo verður útsöluslá og ýmislegt fleira. Ef þér finnst gaman að klæðast flíkum sem tekið er eftir og eru öðruvísi geturðu gert góð kaup hjá Maríuklæðum.
Málverk Sossu verða til sýnis og sölu á staðnum.
-
Orðablik - StafapokarOrðablik - Stafapokar
Stafapokinn frá Orðablik inniheldur alla stafina í íslenska stafrófinu ásamt tveimur til fjórum myndum sem tengjast hverjum staf. Myndirnar eru festar á stafina með frönskum rennilás svo það er auðvelt fyrir börn að taka af og festa á. Pokarnir eru hannaðir með það í huga að nýtast í leik, málörvun og samveru.
Komdu og fáðu að prófa Stafapokann, við hlökkum til að sjá þig!
-
Óli prik á handverksmarkaðnumÓli prik á handverksmarkaðnum
Óli prik verður á Ljósanótt.
Markaðurinn að þessu sinni verður á Tjarnargötu 12 (Ráðhúsi Reykjanesbæjar)
Mikið úrval af buffalóum, flíshúfum, prjónahúfum, lambhúshettum, handklæðum, töskum o.fl.
Nafnamerkt á staðnum, hægt er að skoða úrvalið á www.oliprik.is
-
Fluga designFluga design
Komdu og skoðaðu nýjustu flíkurnar og smelltu þér á einstök tilboð á útsöluslánni!
Ég verð með ferskar, nýjar vörur ásamt fallegum flíkum á frábæru verði - fullkomið tækifæri til að uppfæra fataskápinn með hönnun sem þú finnur hvergi annars staðar.
www.fluga.is
-
Ásta málariÁsta málari
Ásta Kristín Árnadóttir frá Narfakoti í Innri-Njarðvík var óhrædd við að brjóta gegn rótgrónum hefðum um samfélagslegt hlutverk kvenna. Hún lauk prófi í málaraiðn árið 1907 og var þar með fyrsta íslenska konan til að taka próf í iðngrein. Þremur árum síðar hlaut hún meistarabréf í iðninni, fyrst kvenna og Íslendinga.
Ásta ruddi brautina fyrir konur. Hún bjó yfir óbilandi hugrekki og sjálfstrausti og lærði og starfaði víða um heim. Því er viðeigandi að gera sögu Ástu skil nú þegar hálf öld er liðin frá kvennaverkfallinu 1975. Árið 2025 hefur verið tileinkað baráttu fyrir jafnrétti og viðurkenningu á framlagi kvenna og kvára.
Sýningin opnar í Bíósal Duus safnahúsa fimmtudaginn 4. september kl. 18 og eru allir velkomnir. Sýningin stendur út nóvember.
Sýningin nýtur stuðnings frá Félagi iðn- og tæknigreina, Sérefni og Húsasmiðjunni.
-
Agnes Ynja - myndlist Agnes Ynja, 14 ára, heldur sína aðra listasýningu á Ljósanótt.Agnes Ynja - myndlist
-
ICE Design by ThoraICE Design by Thora
ICE Design by Thora verður með handgert skart úr ekta silfri með fiskiroði og ísl. hrauni.
Einstök íslensk hönnun, skart sem þú finnur ekki annarsstaðar. Þið finnið okkur á Facebook og Instagram!
-
Konur í allri sinni dýrðKonur í allri sinni dýrð
Akríl málverk af allskonar konum í allskonar stellingum.
Halldóra Sif Jónsdóttir
-
Blikandi Reykjanes með BIGSBlikandi Reykjanes með BIGS
Samsýning listamanna í Frystiklefanum í Svarta Pakkhúsinu sem eiga það sameiginlegt að kenna listir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og sækja innblástur úr nærumhverfinu.
Bragi Einarsson vinnur í málun og mun sýna ný olíumálverk unnin í ár.
Íris Jónssdóttir vinnur einnig í málun og blandaðri tækni sýnir ný verk unnin á striga.
Sólveig Sveinbjörnsdóttir vinnur tvívíð verk á silkipappír og vinnur með akrýl og verður með leirmuni.
Gunnhildur Þórðardóttir vinnur með tví - og þrívíð verk unnin á sl árum
Sýningin er opin fimmtudag 19-22, föstudag 16-21, laugardag og sunnudag 13-16. Verið velkomin
-
RYK íslensk hönnunRYK íslensk hönnun
RYK verður með pop-up á Parkinn hótel
Opnunartímar Fimmtudagur 4. sept kl 17 – 22 Föstudagur 5. sept kl 15 - 19 Laugardagur 6. Sept 13 - 19 Sunnudagur 7. Sept 13 - 16
Park Inn by Radisson Hafnargata 57 230 Keflavík
-
SkýjaborgSkýjaborg
Eygló og Ísó stunda nám við University of Cumbria í norður Englandi að vinna að B.A. gráðu í myndlist, þar áður stunduðu þær nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur við listmálaradeild og útskrifuðust þaðan með tveggja ára diplómu.
Verkin hennar Eyglóar snúast um sameiningu sögu mannkyns, upplifun og ævintýra/þjóðsagna. Hún tengir saman nútíð og fortíð og blandar saman draumaheim á litríkan og skemmtilegan hátt. Verkin hafa fígúratífa eiginleika en eru sköpuð með mismunandi stílum og tilfinningum. Eygló notar olíumálningu sem aðal miðil í listinni sinni, en skemmtir sér við að blanda mismunandi aðferðum við listina sína.
Listin hennar Ísó fær mikinn innblástur frá listastefnunni surrealisma, listinn hennar hefur draumkenndan veruleika þar sem engar reglur eiga sér stað, samspil náttúru og drauma verða að veruleika á absúrdan hátt og fást við alls kyns hugmyndir og stefnur. Listamaðurinn er að fást við heimspekilegu stefnuna absurdisma, sem er hugsunarhátturinn að heimurinn bjóði enga innbyggða merkinu, en maðurinn leyti samt af henni og í því felst hið absúrda.
-
Park Inn by Radisson!Park Inn by Radisson!
Það verður allt að gerast hjá okkur á Park Inn by Radisson
Myndlist, tónlist, hönnun, nýsköpun, pop up, góður matur og Happy Hour
Listamaðurinn Ingvar Thor Gylfason verður með pensil í hönd og málar málverk á staðnum. Einstakt tækifæri til að sjá myndlist verða til í beinni!
16a Pop-up Glæsilegur kvenfatnaður í retro stíl frá hinu vinsæla hollenska merki King Louie!
Fríða Rögnvalsdóttir og Þóra Jóna Dagbjartsdóttir Myndlistarsýningin fólkið mitt og fólkið þitt
Elísabet Ásberg Sýnir verk sín á Ljósanótt
Sigga Dís Hvorki fugl né fiskur, myndlist og fleira spennandi!
byKrummi Reykjavík Candle Co Framleiðir hrein hágæða ilmkerti
Katrín Þórey Gullsmiður Handsmíðaðir skartgripir
Fluga Design Fata- og fylgihlutalína hönnuð og framleidd af
Eddu Skúladóttur Varðveisla Hannar og býr til einstakar keramik vörur fyrir heimilið
Saja Design Íslensk hönnun eftir Áslaugu Saja
Kosý föt Úrval af barnafötum úr hágæða efnum – þægileg, falleg og endingargóð
TÍRA Reflective Accessories Tíra ljómandi íslensk hönnun Maju Men Sérstaðan í hönnun á skarti
Maju Men eru kúlur sem ég hekla utanum og set saman með náttúrusteinum, glerperlum crystal ofl.
RYK – Íslensk hönnun RYK verður með pop-up
Skrauta endurtekið efni Einstakar flíkur saumaðar úr aflögðu flíkum, dúkum og gardínum
ICE Design by Thora Handgert skart úr ekta silfri, fiskiroði og íslensku hrauni – einstök blanda náttúru og handverks.
SÝRA Framleiðir fyrsta flokks Kimchi unnið úr fersku, íslensku hráefni
GeoSilica® Náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi
Orðablik – Stafapokar Skemmtileg og fræðandi leið til að efla málörvun og tengsl í leik og samveru
Tríóið Delizie Italiane Leikur fyrir matargesti á Ljósanótt 5. og 6. september frá klukkan 19 – 22
Happy Hour alla daga frá kl: 15 - 19
Opnunartímar sýninga: Fimmtudagur 4. sept kl: 17 – 22 Föstudagur 5. sept kl: 15:19 Laugardagur 6. sept kl: 13-19 Sunnudagur 7. sept kl: 13:16
Hlökkum til að sjá ykkur á Ljósanótt – Allir velkomnir
-
Förðunarkennsla í VineyFörðunarkennsla í Viney
Komdu og vertu með á notalegri og fræðandi kvöldstund þar sem við förum skref fyrir skref yfir hvernig þú nærð fram fullkominni, náttúrulegri hversdagsförðun.
Sérstök áhersla verður lögð á réttan undirbúning húðarinnar til að tryggja fallega áferð og endingu. Við notumst við úrval af frábærum vörum frá merkjum eins og Bobbi Brown, Clinique og Torriden til að skapa ferskt og heilbrigt útlit.
-
Kristín Sigurðard. - MyndlistarsýningKristín Sigurðard. - Myndlistarsýning
Kristín Sigurðardóttir er myndlistarmaður og ljósmyndari frá Íslandi. Hún er með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands.
Hún útskrifaðist árið 2014 með meistaragráðu í ljósmyndun frá Parsons The New School Of Design, veitt Dean's Scholarships 2012-2014.
Fyrri starfsreynsla felur í sér að vera, nemi hjá Adam Fuss Studio, kennsluaðstoð hjá Parsons og ljósmyndari á tökustað fyrir margverðlaunuðu vefseríuna „That Reminds Me“.
Verk hennar hafa verið gefin út af Grymogea, Conveyor, og sýnd á Íslandi, Bretlandi, Færeyjum, Kína, Ástralíu og Bandaríkjunum.
-
Pakkið í PakkhúsinuPakkið í Pakkhúsinu
Myndlistarsýning
Bjarnveig Björnsdóttir, Halla Harðardóttir, Helga Harðardóttir, Ásdís Friðriksdóttir, Þóra Gunnarsdóttir, C.Birkenreich og Jóhann Maríusson
-
Matartorg við HafnargötuMatartorg við Hafnargötu
Það munu margir góðir matarvagnar bjóða upp á úrvals götubita á Ljósanótt.
Á staðnum verða:
• La Buena Vida
• Silli Kokkur
• Plan b
• Vöfflubíllinn
• Fish & Chips – Issi
• Thai Seri
• Mijita
• Brixton
• IceGuys Ísvagn
• Lángos vagninn
• Pizza Truck
• Dons Donuts
• Viking Iiama
• Garbie Churros
• Hamborgarabúllan
Birt með fyrirvara um breytingar
-
Kiosk Grandi, úrval framúrskarandi íslenskra hönnuðaKiosk Grandi, úrval framúrskarandi íslenskra hönnuða
Verslunin Kiosk Grandi tekur saman flott úrval úr versluninni og hyggst "poppa upp" í Oddfellowhúsinu.
Meðal merkjanna sem verða á boðstólnum eru
BAHNS
EYGLO
KATLA STUDIO
HANNA WHITEHEAD
HELICOPTER
PETRA
Við mælum með að kíkja á heimasíðuna okkar www.kioskgrandi.com - ef þig langar að máta eitthvað sérstakt þá endilega sendið okkur línu.
-
Duus safnahús á LjósanóttDuus safnahús á Ljósanótt
Dagskrá Duus safnahúsa á Ljósanótt 2025
Fimmtudagur 4. september
18:00 – 20:00 Opnun Ljósanætursýninga – HAG tríó heldur uppi ljúfum tónum á opnuninni
- Hulduefni – Vilhjálmur Bergsson – Listasafn Reykjanesbæjar
- Heimsmynd – Áki Guðni Gränz - Listasafn Reykjanesbæjar
- Endurfundir - Rut Ingólfsdóttir – Gryfjan
- Ásta málari - Bíósalur
Föstudagur 5. september
12:00 – 18:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
Laugardagur 6. september
12:00 – 18:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
14:30 – 16:30 Syngjandi sveifla í Duus safnahúsa
- 14:30 Harmonikuunnendur - Bátasalur
- 15:00 Karlakór Keflavíkur - Bíósalur
- 15:30 Sönghópur Suðurnesja - Bátasalur
- 16:00 Kvennakór Suðurnesja - Bíósalur
Sunnudagur 7. september
12:00 – 17:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
11:00 – 12:30 Söguganga: Jamestown-strandið - Viðburðurinn hefst á erindi í Bíósal Duus safnahúsa og í kjölfarið verður farið í vettvangsferð í næsta nágrenni safnahúsanna.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
-
Leirbakaríið á LjósanóttLeirbakaríið á Ljósanótt
Leirbakaríið er lítið og notalegt keramik stúdíó, staðsett á Akranesi, en Þar má finna fallegt og persónulegt keramik sem gleðja augað.
Á Ljósanótt kemur leirbakarinn yfir Flóann og meðferðis eru m.a. smjörkrúsir, kaffibollar, skálar og fl. sem sóma sér vel á heimili hvers fagurkera.
-
Menningarveisla í OddfellowhúsinuMenningarveisla í Oddfellowhúsinu
Ísl hönnun, myndlist, tónlist og veitingar. Fjöldi listamanna og hönnuða munu sýna verk sín.
Dagmar Róbertsdóttir Myndlist.
Hrafnhildur Sigurðardóttir Myndlist.
Rakel Steinþórsdóttir Myndlist.
Ásta Júlía Hreinsdóttir Myndlist.
Kristvina Magnúsdóttir Pappamassi
Egos ehf. Elva Ósk Ólafsdóttir og Sigrún Elíasdóttir. Hönnun á eldhúspakka þar sem viðfangsefnið er gamla íslenska krónan.
Bryn design fatnaður. Brynhildur Vilhjálmsdóttir.
Jónsdottir & Co Ragnhildur Jónsdóttir Hugarfóstur búðarkonu sem hannar einstaka línu undir eigin merki.
Guðmunda Hergeirsdóttir Leirlistarkona.
No.1 kerti Valgerður Thoroddsen.
Hlín Reykdal Skartgripahönnuður
Fatamerkið BAHNS vann hönnunarverðlaun Íslands 2024. Helga Lilja Magnúsdóttir.
Kiosk Grandi. Verður með kynningu á vörum frá nokkrum hönnuðum.
Veitingasala verður alla helgina í umsjá Oddfellowsystra í Eldey og rennur ágóðinn óskiptur til góðgerðarmála.
-
Maju MenMaju Men
Mikið sem ég hlakka til að hitta ykkur öll á Ljósanótt.
Sérstaðan í hönnun á skarti Maju Men eru kúlur sem ég hekla utanum og set saman með náttúrusteinum, glerperlum crystal ofl.
Mikið úrval og fullt af nýju skarti.
Allir hjartanlega velkomnir.
-
Þjáningin er fæðingarhríð skilningsinsÞjáningin er fæðingarhríð skilningsins
Marta Eiríksdóttir, rithöfundur, er fædd og uppalin í bítlabænum Keflavík. Hún hefur skrifað og gefið út bækur frá árinu 2012.
Á þessu ári gaf Marta út sjöundu bókina sína sem fjallar um þjáninguna og hvernig hún getur reynst okkur styrkur í lífsins ólgusjó. Þetta er þroskasaga keflvískrar stúlku.
Marta Eiríks ætlar að taka á móti gestum og gangandi í Fischershúsi.
Nýjasta bókin hennar verður þar á sérstöku tilboðsverði.
-
Tálgaðir Fuglar úr íslensku birkiTálgaðir Fuglar úr íslensku birki
Rúnar Ástvaldsson og er húsasmíðameistari. Ég hef verið að tálga fugla úr íslensku birki í 8 ár.
Birkitré hef ég fengið í skógræktum víða um land meðal annars úr Vaglaskógi og Hallormstaðarskógi.
Þegar ég hef sagað út mót að fugli tálga ég hann og brenni þá með brennipenna. Ég geri fætur úr 23 vírum sem ég sný saman og mynda fætur og lóða.
Ég set blóðsteina fyrir augu og mála fuglana og set þá á undirstöður. Síðan pakka ég hverjum fugli í gjafaöskju.
-
Hlín Reykdal - SkartgripahönnunHlín Reykdal - Skartgripahönnun
Hlín Reykdal tekur þátt í Ljósanótt í Oddfellowhúsinu og sýnir nýjustu skartgripalínur sínar. Handgerðir skartgripir með litríku og leikandi ívafi- þar sem hver gripur ber sína sögu og persónuleika.
Hlín leggur áherslu á íslenskt handverk sem skín jafnt í daglegri notkun og við sérstök tilefni.
-
Elva og Sigrún í Oddfellowhúsinu.Elva og Sigrún í Oddfellowhúsinu.
Æskuvinkour úr Eyjum Þær Elva Ósk Ólafsdóttir og Sigrún Elíasdóttir hafa verið að hanna og framleiða eldhúspakka þar sem viðfangsefnið er gamla góða íslenska krónan.
Þær verða á Menningarveislunni í Oddfellow - Við saman
-
Ljósanætur POPUP 16a.isLjósanætur POPUP 16a.is
🌸 Þú ert boðin á POPUP 16a 🌸
Mátaðu dásamleg, tímalaus föt með okkur um helgina.
Fáðu að kynnast djörfu litunum og kvenlegu sniðunum frá hollenska fatamerkinu King Louie.
✨ Komdu fyrir fötin, vertu fyrir stemninguna. ✨
Við hlökkum til að sjá ykkur!
-
Hjartans málHjartans mál
Fram koma:
Harmonikkuunnendur á Suðurnesjunum
Alli á Bryggjunni, Maggi El og Ási Friðriks.
Frír aðgangur og kaffiveitingar.
Síðast var fullt út úr dyrum og mikil stemning, hlökkum til að sjá ykkur öll.
-
Í holtunum heima Holtin heima eru mætt aftur og verða með glæsilega útitónleika á föstudagskvöldi á Ljósanótt, 5.september. Dagskráin er tileinkuð 80 ára afmæli stjarnanna úr Keflavík, þeirra Gunna Þórðar, Rúnna Júll og Villa Vill. Landslið söngvara sjá um flutning laganna en þar verða Sigga Beinteins, Stefán Hilmars, Friðrik Ómar og Matti Matt. Hljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar sér um flutning. Tónleikarnir verða á opnu svæði milli Háholts og Lyngholts í Keflavík og er inngangur inn á svæðið frá Háholti, um göngustíg milli Háholts 15 og Háholts 17. Uppselt er á viðburðinnÍ holtunum heima
-
Tíra Reflective Íslensk Hönnun TÍRA Reflective Accessories Hönnun sem sameinar öryggi og stíl – endurskinsvörur með persónuleikaTíra Reflective Íslensk Hönnun
-
Englar í skrúðgarðinum - drög að sýninguEnglar í skrúðgarðinum - drög að sýningu
Guðmundur Karl Brynjarsson er fæddur og uppalinn í Keflavík. Hann hefur þjónað sem prestur í tæp 30 ár, lengst af í Kópavogi. Guðmundur hefur dundað sér við myndlist frá unga aldri og hefur hún leitað meira og meira á huga hans hin síðari ár.
Veturinn 2024-‘25 lagði hann stund á myndlistarnám í Flórens á Ítalíu þar sem lögð var áhersla á hefðbundin vinnubrögð við olíumálun.
Myndirnar sem Guðmundur Karl sýnir að þessu sinni tengjast æskuslóðunum og töfrum minninganna.
Í bígerð er stærri sýning í sama anda og má segja að hér sé því um “stiklu” að ræða. Myndirnar verða sýndar í eldhúsi Fischershúss við Hafnargötu.
-
Katrín Þórey GullsmiðurKatrín Þórey Gullsmiður
Katrín Þórey Gullsmiður verður á Park in by Radisson Hotel yfir helgina þar sem hægt verður að versla fallega handsmíðaða skartgripi úr 925‰ silfri og 14kt gulli.
Einnig verður hægt að koma og fá ráðgjöf varðandi viðgerðir, skartgripa breytingar, sérpantanir ofl.
Facebook & Instagram - Katrín Þórey Gullsmiður www.katrinthorey.is
-
Skrauta endurtekið efni Sýning og sala á flíkum sem eru saumaðar úr aflögðum flíkum, dúkum og gardínumSkrauta endurtekið efni
-
SajaArts -Töskur, slæður, kort og myndlistSajaArts -Töskur, slæður, kort og myndlist
SajaArts verður með fallegu munstruðu vörurnar sínar, innblásnar af íslenskri náttúru. Þrjár stærðir af töskum, eðal silkislæður, falleg gjafakort og myndlist.
Komið og sjáið það nýjasta!
www.saja.is
Instagram: sajaarts
Fb: saja design
-
Svart/Hvítt Litríkt eftir PrentSvart/Hvítt Litríkt eftir Prent
Ég verð með eftir Prent í takmörkuðu upplagi af verkum mínum Svart/Hvítt Litríkt hjá Fjólu Gullsmið Hafnargötu 29.
Hlakka til að taka loksins þátt í Ljósanótt með verkin mín og hitta kunnuleg og ný andlit.
Knús Margrét Jóna “MjónaArt”
-
Kristvina - pappamassi Kristvina verður ein af mörgum listamönnum í Oddfellowhúsinu á Ljósanótt.Kristvina - pappamassi
-
Föndur á LjósanóttFöndur á Ljósanótt
Fjölskylduföndur í Stapasafni.
Í tilefni Ljósanætur býður Stapasafn upp á notalegt fjölskylduföndur.
Viðburðurinn verður haldinn fimmtudaginn 4. september klukkan 15-16:30.
Allt efni er á staðnum og öll hjartanlega velkomin að taka þátt.
Stapasafn er staðsett á Dalsbraut 11 í Innri-Njarðvík.
-
Listasýningar í Vatnsneshúsi hjá Hótel KeflavíkListasýningar í Vatnsneshúsi hjá Hótel Keflavík
🎨 Listaverkasýningar í Vatnsneshúsi – Ljósanótt 2025 ✨ Í
tilefni af Ljósanæturdagskrá Hótel Keflavík verða haldnar fjölbreyttar og spennandi listasýningar í Vatnsneshúsinu, Vatnsnesvegi 8 í Keflavík.
Komdu og njóttu listrænnar stemningar þar sem sýnd verða verk sem fanga bæði litadýrð, tjáningu og persónulega texta. Frítt inn – allir velkomnir!
LISTAMENN OG SÝNINGAR
Agnes Ynja Magnúsdóttir
Þessi unga efnilega listakona er 14 ára og elskar að mála – sérstaklega andlit með akríl, olíu og vatnslitum. Hún prjónar, heklar og mótar einnig úr leir. Þetta er hennar önnur listasýning á Ljósanótt og hana dreymir um að stunda listnám bæði á Íslandi og erlendis.
ÓVart - Valbjörg Ómarsdóttir
Valbjörg er listamaður sem heillast af andlitum og líkama og skapar litríka, tjáningarríka list. Á sýningunni hennar má sjá verk sem einkennast af litadýrð og andlitum sem fanga augað.
TEXTAVERK – Örsýning Siggu Kjerúlf.
Sigga Kjerúlf sýnir verk sín undir listheiti TEXTAVERK. Á sýningunni verða bæði textaverk og blekverk, þar sem hver texti er persónulegur og skapaður eftir óskum hvers og eins.
Það verður nóg um að vera á KEF yfir ljósanæturhátíðina. Kynntu þér okkar spennandi dagskrá á www.kef.is Verið hjartanlega velkomin á Vatnsnes✨
-
Fólkið mitt og fólkið þitt.Fólkið mitt og fólkið þitt.
Myndlistasýning.
Samsýning Fríðu Rögnvalsdóttur og Þóru Jónu Dagbjartsdóttur.
-
Nostalgía á KjötsúpusviðinuNostalgía á Kjötsúpusviðinu
Hljómsveitin Nostalgía leikur fyrir dansi á Kjötsúpusviðinu við Tjarnargötu föstudaginn 5. september.
-
Skólamatur býður í kjötsúpuSkólamatur býður í kjötsúpu
Það verður enginn svikinn af gómsætri íslenskri kjötsúpu sem Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á að vanda.
Skólamatarlestin kemur kl. 18:00 og í kjölfarið verður boðið upp á dýrinds kjötsúpu og frábæra dagskrá á sviðinu.
-
Hulduefni - Vilhjálmur BergssonHulduefni - Vilhjálmur Bergsson
Listasafn Reykjanesbæjar opnar Hulduefni, einkasýningu Vilhjálms Bergssonar, á Ljósanótt, fimmtudaginn 4. september kl. 18:00 - 20:00. Sýningin mun standa til 4. janúar 2026.
Hulduefni, einkasýning Vilhjálms Bergssonar opnar í fremri sal Listasafnsins. Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Vilhjálmur Bergsson er fæddur í Grindavík 1937. Hann sótti myndlistarnám í Reykjavík á sjötta áratugnum og hélt að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík (1958) til Kaupmannahafnar þar sem hann hélt áfram myndlistarnámi (1958-1960). Þaðan lá leiðin til Parísar þar sem hann stundaði nám við Académie de la Grande Chaumière (1960-1962). Vilhjálmur varð félagi í SÚM 1969 og formaður frá 1971-1972. Hann dvaldi í Kaupmannahöfn 1963-1966 og 1972-1977, Madrid 1967-1968 og í París 1977-1978. Frá 1983-2000 bjó Vilhjálmur og starfaði í Düsseldorf í Þýskalandi. Frá 2000-2024 var Vilhjálmur búsettur og starfaði í Grindavík og hefur nú aðsetur í Vík í Mýrdal.
Vilhjálmur hefur haldið tugi einkasýninga á verkum sínum, m.a. í Gallerí SÚM, Norræna húsinu, Listasafni ASÍ, Listasafni Reykjavíkur og í Galerie AP, Kaupmannahöfn. Þá hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi, í Bandaríkjunum og Evrópu.
Hanna Styrmisdóttir er sýningarstjóri Hulduefnis og tímabundið starfandi sérfræðingur í Listasafni Reykjanesbæjar. Áður hefur Hanna m.a. verið prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, stýrt Listahátíð í Reykjavík og verið sýningarstjóri Íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum í myndlist.
Hulduefni, einkasýning Vilhjálms Bergssonar er styrkt af Myndlistarsjóði.
-
Heimsmynd - Áki Guðni GränzHeimsmynd - Áki Guðni Gränz
Listasafn Reykjanesbæjar opnar Heimsmynd, einkasýningu Áka Guðna Gränz, á Ljósanótt, fimmtudaginn 4. september kl. 18:00 - 20:00. Sýningin mun standa til 4. janúar 2026.
Heimsmynd, einkasýning Áka Guðna Gränz (1925-2014) opnar í gluggasal Listasafnsins og er sýningarstjóri Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar.
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans. Áki var afkastamikill listmálari, myndhöggvari og hannaði ýmiskonar merki og fána m.a. bæjarmerki Njarðvíkur og merki Kvenfélags Njarðvíkur, Iðnaðarmannafélags Suðurnesja og fleiri.
Áki tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum, kjörinn í hreppsnefnd Njarðvíkur árið 1970, var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Njarðvík til 1986 og forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur 1982-1986. Hann sat í stjórn Ungmennafélags Njarðvíkur, var stofnfélagi í Lionsklúbbi Njarðvíkur og einna af stofnendum Sjálfstæðisfélags Njarðvíkur. Áki sat í undirbúningsnefnd stofnunar félags Keflavíkurverktaka og var bæði meðstofnandi og í stjórn félags málaraverktaka í Keflavík.
Heimsmynd, einkasýning Áka Guðna Gränz er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
-
Pétur Jóhann - uppistandPétur Jóhann - uppistand
Kæru vinir!
Ég ætla að mæta með grín í massavís í Reykjanesbæ 5. sept.
Ég býð ykkur velkomin á uppistand þar sem „rugl“ verður lögmál og „skipulag“ verður bara óþarft orð.
Ef þú átt erfitt með að hlæja þá er þetta eitthvað fyrir þig – ef þú átt auðvelt með það, þá skaltu koma með varamaga!
Þetta kvöld verður meira ruglingslegt heldur en að útskýra útreikninga á skattframtali fyrir langafa þinn.
ATH - 16 ára aldurstakmark.
-
Listasýning Magga Hel Maggi Hel sýnir teikningar í flippaðri kantinum.Listasýning Magga Hel
-
Flass dagurFlass dagur
Tattoo Flass Dagur hjá Nordic Tattoo Í tilefni Ljósanætur býður nýopnaða húðflúrstofan Nordic Tattoo gesti og gangandi velkomna í sérstakan flass dag. Þar gefst tækifæri til að fá lítil og vönduð húðflúr á sérstöku hátíðarverði.
Á staðnum verður hægt að skoða nýju stofuna, kynnast listamönnunum og kaupa gjafabréf. Gestum verður boðið upp á ókeypis áfengislausa drykki meðan á birgðir endast.
-
Skólamatarlestin mætir á KjötsúpusviðiðSkólamatarlestin mætir á Kjötsúpusviðið
Skólamatur mætir með dýrindis kjötsúpuna við Kjötsúpusviðið í fylgd lögreglu.
Ekki missa af frábæru lestinni og gómsætu kjötsúpunni sem þú getur gætt þér á og hlustað á ljúfa tóna á meðan!
-
Tónleikar á KjötsúpusviðinuTónleikar á Kjötsúpusviðinu
Það verður boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu fyrir framan Tjarnargötu 12.
Skólamatur býður í súpu frá kl. 18-20.
Dagskrá á sviði:
Skólamatarlestin
DansKompaní
Heiðrun heimsmeistara
Ungleikhúsið
Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar
Helgi Björnsson
Nostalgía
Kynnir: Arnór Sindri Sölvason
-
Hreimur, Magni & Gunni Óla.Hreimur, Magni & Gunni Óla.
Þessir þrír eðalmenn og Aldamótahetjur ætla að renna saman í öll bestu lögin sín og láta nokkrar vel valdar sögur flakka...
Komdu í partý - það má syngja með!
-
Morgunsund gefur gull í mund !Morgunsund gefur gull í mund !
Óvænt uppákoma verður í Sundmiðstöðinni fyrir hina hressu morgunhana sem þangað mæta. Á eftir verður boðið upp á kaffi og með því. Heilsueflandi samfélag í Reykjanesbæ.
-
dásamlega ósamhæfdásamlega ósamhæf
Björgvin Logi kynnir fyrir gestum Ljósanætur list sína sem er mestmegnis olíumálverk.
Svo hef ég verið að prófa mig áfram í Posca litum sem eru akrýl-based litir. Voða svipaðir og tússlitir nema það kemur akryl málning úr þeim.
-
Hr. Hnetusmjör og DJ Benni á BronsHr. Hnetusmjör og DJ Benni á Brons
Ljósanæturhelgi á Brons ✨
Við ætlum að halda uppi stemningunni alla Ljósanæturhelgina með mat, tónlist og fjöri.
Þú vilt ekki missa af þessari veislu
Föstudagur 5.september - Herra Hnetusmjör
Hádegistilboð á steik og béarnaise frá kl. 11:30 – 14:00
🎯 Frítt í pílu frá kl. 14:00 –18:00
🍴 Ljósanætur matseðill
🎶 Herra Hnetusmjör og Benni B. Ruff DJ sér um að halda partíinu áfram fram eftir nóttu 🎶
🎟️ Selt inn við hurð frá kl. 21:00, einnig hægt að kaupa miða inná Stubb | Opið til kl. 03:00
-
Ingó Veðurguð ásamt hljómsveitIngó Veðurguð ásamt hljómsveit
Ingó og besta hljómsveit allra tíma skapa alvöru hátíðarstemmningu langt fram á nótt!
⏰ Húsið opnar kl. 23:00
💸 Miðaverð: Forsala: 3.500 kr. (1 kvöld) | 6.500 kr. (bæði kvöldin) Forsölumiðar eru fáanlegir á Ránni Við inngang: 4.000 kr. (1 kvöld)
📍 Hafnargata 19, 230 Keflavík | ☎️ 421 4601
⚠️ Takmarkað magn miða!
🔞 20 ára aldurstakmark (löggild skilríki sýna).
✨ Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra Ingó í allri sinni dýrð!
-
Hrói Höttur - Leikhópurinn Lotta - ókeypisHrói Höttur - Leikhópurinn Lotta - ókeypis
Hrói Höttur er íslenskur söngleikur sem sýndur er utandyra, sýningin er klukkutími að lengd og stútfull af sprelli og fjöri fyrir allan aldur.
Í sýningunni fá áhorfendur að kynnast Hróa Hetti og vinum hans Þöll og Þyrnirós sem berjast fyrir réttlæti í ævintýraskóginum. Sögurnar um Hróa og Þyrnirós fléttast skemmtilega saman, Jóhann prins og fógetinn láta að sjálfsögðu sjá sig og fáum við að kynnast fleiri skemmtilegum persónum úr ævintýraskóginum eins og Tomma litla, mömmu Hróa og álfkonum.
Hrói Höttur er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningarnar eru utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa, grípa með sér teppi til að sitja á og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum.
Sýningin er sýnd í Skrúðgarðinum í Keflavík.
-
Heimatónleikar í gamla bænumHeimatónleikar í gamla bænum
Heimatónleikar í Gamla bænum fara fram á föstudagskvöldið 5. september 2025 og eru þeir haldnir í níunda sinn.
Heimatónleikar í Gamla bænum eru ein af perlum Ljósanætur. Þá breytast fimm heimili í gamla bænum í litla tónleikastaði þar sem vel valdir listamenn koma fram – ýmist á palli úti eða inni í stofu gestgjafans.
Tónleikarnir hefjast samstundis kl. 21:00 og eru síðan endurteknir kl. 22:00—Tónleikagestir geta gengið á milli heimila og fundið tónlist við sitt hæfi, allt umkringt skemmtilegri og persónulegri stemningu.
-
Föstudagsfjör á Nesvöllum Óli Árni kemur og syngur fyrir okkur á föstudagsfjöri á Nesvöllum.Föstudagsfjör á Nesvöllum
-
Alles Ókei? tekur yfir DublinerAlles Ókei? tekur yfir Dubliner
✨ Ljósanótt á Dubliner með Alles Ókei? ✨
Komdu og upplifðu ógleymanlega kvöldstund á Dubliner föstudagskvöldið 5. júní 2025!
Hljómsveitin Alles Ókei? tryggir stuð, stemningu og dans frá kl. 21:00 og fram á nótt.
🍀 Frítt inn – engin afsökun að missa af! 🎶
Fagmennska, orka og tónlist sem fær alla á fætur. 🍻 Fullkomið kvöld til að njóta góðra vina, drykkja og tónlistar.
-
Spilað á LjósanóttSpilað á Ljósanótt
Spil á Aðalsafni.
Komdu og spilaðu með okkur!
Föstudaginn 5. September kl 15-17 verður fjölbreytt úrval af spilum lagt fram á Aðalsafni fyrir alla aldurshópa.
Frábært tækifæri fyrir fjölskylduna að spila saman og eiga góða stund.
Aðalsafn er staðsett á Hjallavegi 2.
-
Birnir á Paddy'sBirnir á Paddy's
Birnir og Danni Deluxe á Paddy's. Föstudagskvöld Ljósanæturhelgar.
Opið til 05:00 fös og lau!
Miðasala í Stubb.
MIðaverð 3.900kr í forsölu - 4.900kr frá og með 05.09.
20 ára aldurstakmark.
-
Tríóið Delizie Italiane á Library bistro/barTríóið Delizie Italiane á Library bistro/bar
Tríóið Delizie Italiane leikur fyrir matargesti á Library bistro/bar 5. og 6. september frá klukkan 19 – 22
Tríóið Delizie Italiane, skipað þeim Leone Tinganelli, Jóni Elvari Hafsteinssyni og Jóni Rafnssyni. Tríóið hefur starfað frá árinu 2000 og gefið út þrjá geisladiska sem innihalda ítölsk alþýðulög sem mörg hver tilheyra orðið klassíska söngheiminum. Og íslensk lög sem í þeirra flutningi hafa fengið ítalska texta, s.s. braggablús, það er gott að elska, draumur um Nínu, tvær stjörnur og bláu augun þín auk nokkurra frumsaminna laga.
Á þessum tveim kvöldum á Library bistro/bar munu þeir félagar leika lög af þessum plötum auk ítalskra dægurlaga sem mörg hver hafa í gegn um árin hljómað í okkar eyrum með íslenskum textum.
Einnig hafa bæst í lagasafnið nokkur skemmtileg lög sem ekki hafa áður heyrst í flutningi tríósins
LEONE TINGANELLI – söngur og gítar
JÓN ELVAR HAFSTEINSSON – gítar og söngur
JÓN RAFNSSON – Kontrabassi og söngur
-
EKTA MEXÍKÓSK TACOS Á LJÓSANÓTTEKTA MEXÍKÓSK TACOS Á LJÓSANÓTT
La Buena Vida vagninn mætir með sín verðlauna Tacos á Ljósanótt!
Við verðum með opið við Hafnargötuna fös, lau og sun og hlökkum mikið til að sjá þig! 💛🚌
-
Tækifæris Tattoo Tækifæris Tattoo er komið aftur..... Skemmtilegt, fljótlegt og sársaukalaust, sprautað á með lofti. Endist í allt að 14 daga. Fjórtanda árið hjá okkur á Ljósanótt..Tækifæris Tattoo
-
Sprell TívolíSprell Tívolí
Sprell tívolí er staðsett á hátíðarsvæðinu
-
Taylors TívolíTaylors Tívolí
Taylors Tívolí kemur með tívolítæki, tívolíleiki, candyflossið og allt gamanið á Ljósanótt.
Æðisleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
-
Partýkerran Partykerran kemur með skemmtum í formi ánægju af því að fá sér Nammi, Candyflos, Ískrap, láta svo blöðrur svífa, veifa ljósum, ljósaskrauti að ógleymdum Star Wars sverðum.Partýkerran
-
TextaverkTextaverk
Sigga Kjerúlf / Textaverk verður með örsýningu á textaverkum í Vatnsnes húsinu Reykjanesbæ.
Textaverkin hafa persónulega texta eftir óskum hvers og eins eftir sérpöntunum.
-
Ókeypis barnadagskráÓkeypis barnadagskrá
Boðið verður upp á fjölbreytta barnadagskrá í Skrúðgarðinum í Keflavík.
Öll dagskrá í garðinum verður börnum að kostnaðarlausu.
Föstudagur:
Hrói Höttur - leikhópurinn Lotta
Laugardagur:
Hoppukastalar
Andlitsmálning
Skynjunarleikir
Hestateyming
Veltibíllinn
BMX brós
Brúðubíllinn
Tufti - risatröll
Að kvöldi - eldlistir Húlladúllunnar
Sunnudagur:
Hoppukastalar
-
Árgangagangan mínus 20Árgangagangan mínus 20
Árgangagangan verður að sjálfsögðu á sínum stað í ár enda einn af hápunktum hátíðarinnar.
Líkt og áður færist mætingarstaður í gönguna niður um 20 húsnúmer, til dæmis sá sem er fæddur árið 1950 mætir nú við Hafnargötu 30.
Árgangur ´01 og yngri hittast við 88 húsið.
Gangan endar við aðalsviðið þar sem fram kemur Stórsveit Karenar Sturlaugsson. Kjartan Már, bæjarsjóri flytur íbúum kveðju og Listflugmaðurinn Snorri Bjarni Jónsson sýnir listir sýnar fyrir ofan aðalsviðið.
-
Brúðubíllinn í skrúðgarðinum - ókeypisBrúðubíllinn í skrúðgarðinum - ókeypis
Brúðubíllinn mætir til okkar á Ljósanótt með sýninguna Leikið með liti.
Brúðubíllinn verður í skrúðgarðinum og í framhaldi af atriðinu opnar ókeypis hoppukastalaland.
-
Bikarmót í hnefaleikumBikarmót í hnefaleikum
🥊 Fyrsta bikarmót haustannar! 🥊
Hnefaleikasamband Íslands í samstarfi við Hnefaleikafélag Reykjaness kynnir með stolti fyrsta bikarmót haustannar – laugardaginn 6. september kl. 13:00 á Ljósanótt í Blue Höllinni, Reykjanesbæ.
Komdu og upplifðu kraftinn, spennuna og baráttuna þegar efnilegir hnefaleikamenn og -konur stíga í hringinn!
📱 Áhorfendur fá QR-kóða á staðnum til að kjósa vinsælasti Blue boxarinn.
🏆 Vinsælasti Blue boxarinn fær verðlaun að upphæð 100.000 kr.
🎟️ Aðgangseyrir: 1.500 kr.
📍 Blue Höllin, Reykjanesbær
📅 Laugardagur 6. september
🕓 kl. 13:00
✨ Sjáumst á Ljósanótt
-
Skynjunarleikir, litríkar blöðrur og sápukúlurSkynjunarleikir, litríkar blöðrur og sápukúlur
Heimur skilningavitana mun opnast fyrir þau yngstu á Ljósanótt, skynjunarbraut úr ýmsum efnum og áferð.
Börnin geta orðið smá skítug í skynjunarbrautinni.
Einnig verða sápukúlur, andlitsmálning, blöðrur og fleira sem veður leyfir.
-
Hópakstur bifhjóla og glæsikerraHópakstur bifhjóla og glæsikerra
Bifhjólaklúbburinn Ernir og Akstursíþróttafélag Suðurnesja standa fyrir hinum ómissandi hópakstri bifhjóla og glæsikerra niður Hafnargötu á Ljósanótt.
Ökutækin aka niður Hafnargötu og þeim síðan lagt þar sem gestir og gangandi geta virt þau fyrir sér og speglað sig í gljáfægðum græjunum. Bifhjólum verður lagt við smábátahöfnina fyrir aftan Duus safnahús og glæsikerrum verður lagt við Duusgötu/Gróf.
-
DIRJE á LjósanóttDIRJE á Ljósanótt
Þrjár hljómsveitir koma fram húsið opnar kl 19:00
Metal/rock
Kl. 19:00 Little Menace
Kl. 20:00 Slysh
Kl. 21:00 lokar DIRJE kvöldinu og lofa alvöru showi
-
Tufti á hátíðarsvæðinuTufti á hátíðarsvæðinu
Tufti er risastórt tröll sem mun heiðra okkur með nærveru sinni á Ljósanótt. Hann verður á vappi um hátíðarsvæðið frá kl. 14:30-16:30 á laugardeginum.
-
Keflavík- Njarðvík Lengjudeild KarlaKeflavík- Njarðvík
-
Stórtónleikar á aðalsviðiStórtónleikar á aðalsviði
Ljósanótt nær hápunkti sínum á stórtónleikum á aðalsviði á laugardagskvöldi Ljósanætur.
Kynnir kvöldsins er Hulda G. Geirsdóttir.
20:00 Væb
20:30 Valdimar
21:10 Stuðlabandið, Sigga Beinteins & GDRN
22:00 Flugeldasýning
22:05 Auddi og Steindi
22:30 Dagskrá lokið.
Tímaseningar eru birtar með fyrirvara um seinkanir og aðrar breytingar
-
Til Dyflinnar - heimildarmynd Kórs Keflavíkur með U2 messu til ÍrlandsTil Dyflinnar - heimildarmynd Kórs Keflavíkur með U2 messu til Írlands
Forsýning myndarinnar Til Dyflinnar sem fjallar um ferðalag Kórs Keflavíkurkirkju með U2 messu til Írlands. 83 ferðafélagar fullir eftirvæntingar halda tónleika í miðbæ Dyflinnar og syngja U2 messu á íslensku! Sumir myndu segja að það væri eins og að fara með kaffi til Gvatemala en meðlimir U2 slitu barnsskónnum í Dublin og sumir búa þar ennþá.
Í myndinni má sjá ferlið og ferðalagið en þess má geta að kórmeðlimir sáu sjálfir um að gera nýja texta við lög U2. Arnór Vilbergsson kórstjóri sá um allar útsetningar á lögunum og útkoman er stórkostleg!
Kvikmyndagerðamenn eru Heiðar Aðalbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson. Myndin er tæp klukkustund að lengd og verður sýnd kl. 13, 14 og 15 í Kirkjulundi safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Hlökkum til að sjá ykkur!
-
Bjartasta flugeldasýning landsins í boði GTSBjartasta flugeldasýning landsins í boði GTS
Ljósanótt nær sannkölluðum hápunkti þegar flugeldar lýsa upp næturhimininn á laugardagskvöldi Ljósanætur.
Strax að sýningunni lokinni verða ljósin á berginu kveikt sem lýsa okkur í gegnum vetrarskammdegið.
Tónlistardagskrá heldur svo áfram að flugeldasýningu lokinni.
Það er Björgunarsveitin Suðurnes að vanda sem sér um framkvæmd sýningarinnar en í ár er hún í boði GTS ehf.
-
Veltibíllinn í boði Sjóvá - ókeypis viðburðurVeltibíllinn í boði Sjóvá - ókeypis viðburður
Veltibíllinn mætir á Ljósanótt!
Ókeypis - og allir velkomnir!
Veltibíllinn er í boði Sjóvá!
-
Hestateyming - ókeypis viðburðurHestateyming - ókeypis viðburður
Hestateyming í boði fyrir alla káta krakka.
Hestarnir verða staðsettir í Skrúðgarðinum í Keflavík.
-
DJ Ragga Holm á HafnargötunniDJ Ragga Holm á Hafnargötunni
Keflvíkingurinn og DJ-inn Ragga Holm þeytir skífum og heldur gestum og gangandi í góðu stuði á Hafnargötunni við Tjarnargötuna
-
Flamingoknapar í árgangagöngunniFlamingoknapar í árgangagöngunni
Frábæru flamingoknaparnir taka þátt í árgangagöngunni til að gleðja gesti og gangandi.
-
VÆB á aðalsviðiVÆB á aðalsviði
Snillingarnir í VÆB hefja tónlistarveisluna á stóra sviðinu!
-
Valdimar á aðalsviðiValdimar á aðalsviði
Hljómsveitin Valdimar kemur fram á aðalsviði Ljósanætur laugardaginn 6. september.
-
Auddi og Steindi á aðalsviðiAuddi og Steindi á aðalsviði
Auddi Blö og Steindi munu loka kvöldinu eftir flugeldasýningu á aðalsviði Ljósanætur laugardaginn 7. september
-
Stuðlabandið með Siggu Beinteins og GDRN á aðalsviðiStuðlabandið með Siggu Beinteins og GDRN á aðalsviði
Stuðlabandið heldur uppi alvöru stuði og stemmningu með Siggu Beinteins og GDRN á aðalsviði Ljósanætur laugardaginn 7. september
-
Syngjandi sveifla í Duus safnahúsumSyngjandi sveifla í Duus safnahúsum
Duus Safnahús iða af lífi alla Ljósanæturhátíðina með fjölbreyttum sýningum og uppákomum.
Nýir tónleikar hefjast á hálftímafresti allan laugardaginn og þar koma fram okkar glæsilegu menningarhópar, kórar og söngsveitir.
Kl. 14:30 Félag harmonikuunnenda
Kl. 15:00 Karlakór Keflavíkur
Kl. 15:30 Sönghópur Suðurnesja
Kl. 16:00 Kvennakór Suðurnesja
-
Páll Óskar á DublinerPáll Óskar á Dubliner
Páll Óskar keyrir áfram Ljósanæturball á Dubliner Í Keflavík lau 6 sept af stakri snilld ásamt dönsurum og fylgdarliði.
Fyrstir koma, fyrstir fá og það borgar sig að plana þetta djamm með góðum fyrirvara. Neglið miða núna.
Húsið opnar kl. 21.00
Palli keyrir stuðið áfram frá 22.30 til 3.00
Miðaverð: 4.900 kr.
Aldurstakmark: 20+ Munið skilríkin.
-
Daniil x Flóni & Ragga Holm á Brons. FRÍTTDaniil x Flóni & Ragga Holm á Brons. FRÍTT
Ljósanæturhelgi á Brons ✨
Við ætlum að halda uppi stemningunni alla Ljósanæturhelgina með mat, tónlist og fjöri. Þú vilt ekki missa af þessari veislu
Bottomless Brons Brunch frá kl. 12:00 – 16:00 (borðpantanir: brons@bronskeflavik.is)
🎯 Frítt í pílu frá kl. 14:00 –18:00
🍴 Ljósanætur matseðill
🎶 Daniil & Flóni á sviði kl. 23–01
DJ Ragga Holm heldur uppi dansgólfinu allt kvöldið 🪩
🎟️ FRÍTT INN! | Opið til kl. 03:00
-
Andlitsmálning í skrúðgarðinum - ókeypisAndlitsmálning í skrúðgarðinum - ókeypis
Ókeypis andlitsmálning fyrir öll sem vilja
-
BMX brós - ókeypisBMX brós - ókeypis
BMX brós eru þekktir fyrir frábærar sýningar á flottu BMX hjólunum sínum.
Þeir leika listir sínar í skrúðgarðinum í Keflavík. Viðburðurinn er ókeypis og öll velkomin!
-
Fannars bakarí opiðFannars bakarí opið
Fannar Máni, 9 ára, smíðaði sölubás núna í sumar og opnað lítið bakarí að Njarðvíkurbraut 1 í Innri Njarðvík Á Ljósanótt verður bakaríið opið laugardaginn 6.september milli kl 12-14, eða meðan birgðir endast. Þann dag mun Fannar bjóða upp á nýsteiktar kleinur, muffins og skúffuköku. Endilega kíkið við og styrkið þennan unga athafnamann en hann dreymir um að komast á Ferrari safnið á Ítalíu ❤️
Hlekkur á frétt Sýnar um Fannars bakarí: https://www.visir.is/g/20252757321d/niu-ara-og-med-sitt-eigid-fannars-bakari-i-njardvik
Hlekkur á facebook síðu Fannars bakarí: https://www.facebook.com/fannarsbakari
-
Krakkamót í TaekwondoKrakkamót í Taekwondo
Krakkamót Keflavíkur verður haldið á Ljósanótt!
Allir hressir krakkar 5-11 ára mega keppa, sama hvort þeir séu að æfa eða ekki.
Skemmtilegt fyrirkomulag og allir geta fengið gullverðlaun!
Hlökkum til að sjá ykkur!
-
Opið hús í pílu fyrir fjölskyldunaOpið hús í pílu fyrir fjölskylduna
Tilvalið fyrir fjölskylduna að koma og hafa gaman saman :)
Spilum pílu, leikum okkur og fáum grillaðar pylsur á meðan birgðir endast.
Opnum kl 10:00 og leikum okkur til kl 12:00.
Þeir sem vilja geta tekið þátt í pílumóti sem hefst kl 13:00 en gerð er krafa um að keppandi geti sjálfur skrifað leiki eða að forráðamaður sjái um það fyrir barnið.
Aðgangur ókeypis, lánspílur á staðnum og skemmtileg tónlist. Sjáumst hress hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar
-
Morgunverðarhlaðborð körfuknattleiksdeildar KeflavíkurMorgunverðarhlaðborð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur
Morgunverðarhlaðborð Keflavíkur í samstarfi við Soho og Airport Associates!
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun bjóða upp á morgunverðarhlaðborð á laugardeginum á Ljósanótt klukkan 10.00 - 13.00 í Blue Höllinni við Sunnubraut.
Á boðstólum verður meðal annars egg, bacon, pylsur, rauðar baunir, vöfflur, brauð og álegg ásamt glæsilegu ávaxtaborði. Að sjálfsögðu verður einnig boðið upp á Mímósur og úrval af ísköldum drykkjum.
Tilvalið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og hressandi drykki.
-
Ljósanæturball á Paddy's - NostalgíaLjósanæturball á Paddy's - Nostalgía
Ljósanæturball Nostalgíu á Paddy's.
Opið til 05:00!
20 ára aldurstakmark.
Miðasala í Stubb appinu.
Miðaverð 3.900kr í forsölu - 4.900kr frá og með 06.09.
-
Popup kaffihús "Oh lala" og bílskúrssalaPopup kaffihús "Oh lala" og bílskúrssala
Popup kaffihús "oh lala" með frönsku þema og bílskúrssala í tilefni Ljósanætur.
Boðið verður uppá ekta franskar makkarónur, biscotti, möndlucrósant ofl. ásamt góðu uppáhelltu kaffi.
Heimasæturnar á bænum verða með límonaðistand með heimagerðu fersku límonaði úr úrvals sítrónum.
Einnig verður til sölu heklaðar tuskur, origami óróar, smjörhnífar og viðarbretti úr úrvals við eftir Pál Kára, eftirprentanir af myndlist eftir listakonuna Mjónu, mangósulta, chillísulta og rabarbarasýróp sem fylgir með uppskrift af geggjuðum rabarbaragimlet. Allt heimagert og vandað.
Einnig verður til sölu flott kvennmannsföt, skart, skór ásamt stelpufötum og einhverjum leikföngum.
Allt á frábæru verði.
Verið hjartanlega velkomin í skúrinn á Hólabraut 11 Keflavík.
-
Blue Car Rental fagnar nýrri ásýnd á LjósanóttBlue Car Rental fagnar nýrri ásýnd á Ljósanótt
Blue Car Rental fagnar 15 ára afmæli og nýrri ásýnd með stórviðburði í BLUE höllinni fyrir leik Keflavíkur og Njarðvíkur.
Þetta er fjölskylduhátíð fyrir alla í Reykjanesbæ þar sem tónlistarmaðurinn Birnir heldur uppi stemningunni, boðið verður upp á fljótandi veitingar, gjafir og hoppukastala fyrir yngstu gestina.
Viðburðurinn er jafnframt upphitun fyrir leik ársins í Reykjanesbæ !
Grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur. Þetta er leikur sem enginn vill missa af og við ætlum að tryggja að stuðningsmenn beggja liða mæti í alvöru Ljósanæturstemningu.
Dagskrá
14:30 – Húsið opnar
15:00 – Kynnum nýja ásýnd BLUE
15:15 – Birnir á sviði
15:45 – Allir saman á völlinn í Keflavík–Njarðvík
Staðsetning: BLUE höllin (B-Salur)
-
Ingó með brekkusöngIngó með brekkusöng
Brekkusöngur á Ránni með Ingó þar sem hann flytur sín bestu lög ásamt bestu lögum Íslands í gegnum tíðina.
⏰ Húsið opnar kl. 23:00
💸 Miðaverð: Forsala: 3.500 kr. (1 kvöld) | 6.500 kr. (bæði kvöldin) Forsölumiðar eru fáanlegir á Ránni Við inngang: 4.000 kr. (1 kvöld)
📍 Hafnargata 19, 230 Keflavík | ☎️ 421 4601 ⚠️
Takmarkað magn miða!
🔞 20 ára aldurstakmark (löggild skilríki sýna).
✨ Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra Ingó í allri sinni dýrð!
-
Jazz eftir árgangagönguJazz eftir árgangagöngu
Árlegi Paddy's jazzing eftir árgangagönguna verður á sínum stað á sínum tíma.
AHA tríó leikur ljúfa tóna.
-
Low-Ish x SteinabónLow-Ish x Steinabón
Sportbílasýning í Steinabón í samstarfi við LOW ISH bílaklúbbinn. Verslun opin með geggjað ljósanæturtilboð!
LOW ISH verður einnig með sínar vörur á staðnum (bolir, límmiðar og fl.)
Grillaðar pulsur og gos fyrir alla!
Popp & Nammi fyrir krakkana.
-
DansKompaní um allan bæDansKompaní um allan bæ
Nemendur DansKompaní dansa út um allan bæ og skapa litríka stemningu fyrir gesti og gangandi.
-
Svart/Hvítt Litríkt eftir Prent pop upSvart/Hvítt Litríkt eftir Prent pop up
Ég fékk að vera memm í Popup Kaffihús “Oh lala” & bílskúrssölu ” sem Sara Dögg æskuvinkona er að halda Hólabraut 11 á Laugardaginn 6.sept.
Ég verð með eftir Prentin mín og Sara Dögg með allskonar æði. Hlökkum til að sjá ykkur
Knús Margrét Jóna “MjónaArt”
-
Eldlistir Húlladúllunnar Húlladúllan mun leika eldlistir við Svarta Pakkhúsið.Eldlistir Húlladúllunnar
-
Jazz á KEFJazz á KEF
Á laugardeginum fyllist Hótel KEF af notalegri stemningu þegar Jazzbandið Þríó leikur ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi á Ljósanótt.
Njóttu tónlistarinnar í hlýlegu umhverfi okkar – fullkomið tilefni til að staldra við, fá sér drykk eða bóka borð og njóta kvöldsins til fulls.
Komdu og njóttu jazz með okkur – borðapantanir á www.kefrestaurant.is eða bara kíktu við!
Kíktu á alla Ljósanæturdagskrána hjá Hótel KEF hér: www.kef.is/ljosanott
-
Ókeypis hoppukastalalandÓkeypis hoppukastalaland
Boðið verður upp á ókeypis hoppukastalaland í Skrúðgarðinum í Keflavík.
-
Opið hús hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja Kynning á miðlun, heilun, spálestri og fleira.Opið hús hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja
-
Hjálmar og Elíza Newman í Kirkjuvogskirkju á LjósanóttHjálmar og Elíza Newman í Kirkjuvogskirkju á Ljósanótt
Menningarfélag Hafna kynnir tónleika með Hjálmum sunnudaginn 7.september í Kirkjuvogskirkju í Höfnum.
Hin ástsæla hljómsveit (með Suðurnesja rætur) Hjálmar mun koma og vera með tónleika á Ljósanótt í Höfnum á Reykjanesi. Á tónleikunum flytja Hjálmar fjölbreytt lög af ferli sínum þar sem aðal markmiðið er að skapa einstaka og notalega stund fyrir tónleikagesti í fallegu kirkjunni í Höfnum. Eins og fyrri ár þá byrjar Elíza Newman tónleikana með nokkrum af sínum lögum.
Miðaverð er 5200 kr og fer eingöngu fram á Tix.is: https://tix.is/event/20081/hjalmar-og-eliza-newman-i-kirkjuvogskirkju-a-ljosanott
Komið og klárið Ljósanótt á mögnuðum tónleikum í Kirkjuvogskirkju. Allur ágóði af tónleikunum rennur til viðhalds og varðveislu Kirkjuvogskirkju.
-
Ljósanæturmessa með Bjartmari Guðlaugs Ljósanæturmessa með Bjartmari Guðlaugs sunnudag 7. september kl. 20. Bjartmar syngur lögin sín og segir okkur hugrenningar sínar á milli laga. Sr. Erla þjónar. Ljúkum Ljósanótt saman með bæn og blessun.Ljósanæturmessa með Bjartmari Guðlaugs
-
Söguganga: Jamestown-strandiðSöguganga: Jamestown-strandið
Sunnudaginn 7. september kl. 11 verður farin söguganga frá Duus safnahúsum. Viðburðurinn hefst á erindi í Bíósal Duus safnahúsa og í kjölfarið verður farið í vettvangsferð í næsta nágrenni safnahúsanna. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Strand seglskipsins Jamestown við Hafnir á Suðurnesjum árið 1881 hafði mikil áhrif á efnahag og ekki síst á byggingasögu á Suðurnesjum og víðar. Þar skipti farmur skipsins sköpum en það flutti 100.000 tilsniðna viðarplanka. Í erindinu verður fjallað um strandið og sagt frá nokkrum húsum sem byggð voru úr timbrinu í farmi skipsins og viðum skipsins sjálfs. Stiklað verður á stóru um þann stórviðburð þegar risastórt þrímastra seglskip rak á land við Hafnir og strandaði á skeri við Hestaklett.
Að erindinu loknu verður farið í vettvangsferð ( létta göngu) um nánasta umhverfi að húsum sem byggð eru að hluta eða öllu leyti úr timbri úr Jamestown og saga þeirra sögð.
Leiðsögumaður er Helga Margrét Guðmundsdóttir, formaður áhugahóps um strandið. Hópurinn var stofnaður fyrir tæpum áratug og hefur safnað heimildum um strandið og útbúið skrá yfir hús og muni sem talin eru tengjast strandinu.
-
Ferðalag í níu víddumFerðalag í níu víddum
Það skiptir ekki máli hvað það er sem er að angra þig andlega ef þú ert tilbúin að losa þig við þína innri vanlíðan er þessi tími fyrir þig. Í tímanum færð þú tækifæri til að sleppa tökunum á á föstum tilfinningum og hugsanavillum sem þú hefur burðast með jafnvel frá barnæsku og endurforritað hugann með jákvæðari og uppbyggilegri hugsunum sem stuðla að jákvæðari tilfinningum og betri líðan.
Þetta ferðalag ýtir undir andlegan vöxt þinn og tilfinningalegann þroska og er frábært ferðalag til að byrja á ef þú hefur ekki prófað 9D ferðalög áður.
Ferðalagið er byggt á vinsælasta 9D ferðlaginu (e.Letting go and forgive) sem Brian Kelly er höfundur að. Björk Ben hefur fært það yfir á íslensku og breytt textanum og tónlistin til að gera ferðalagið enn öflugra fyrir þig sem hugsar á íslensku.
Lengd: 1:20
Tungumál: Íslenska
Undirbúningur: Vera búin að pissa og ekki vera nýbúin að borða eða vera á fastandi maga. Gott að hafa með sér vatnsflösku
Fyrir hverja: Fyrir þá sem þurfa stuðning við að sleppa tökunum á einhverju eins og erfiðum atburðum sem þeir hafa upplifað, neikvæðum tilfinningum eða losa sig við dómhörku gagnvart sjálfum sér eða öðrum. Fyrir þá sem eru tilbúnir að fyrirgefa sjálfum sér, elska sjálfan sig, samþykkja sig og upplifa umbreytingu á sínu lífi. Fyrir þá sem vilja tengjast sjálfum sér, fá dýpri skilning á lífi sínu og tilgangi.
Það sem fólk hefur verið að upplifa í þessu ferðalagi: Frelsi frá fortíðinni og áhrifum hennar sem aftrað viðkomandi frá því að þora að líða vel og lifa góðu lífi. Losnað við líkamlega og andlega vanlíðan og upplifað léttir og opnun. Að geta fyrirgefið sjálfum sér, elskað sig meira og samþykkt. Eignast þannig betra samband við sjálfan sig og aðra. Jafnvægi og og innri styrk sem hjálpar til að takast á við áskoranir í lífinu með meiri yfirvegun. Innri ró og frið sem stuðlar að betra lífi á allan hátt. Andlegan þroska og vöxt með því að sleppa tökunum og opna þannig á meira rými fyrir nýja möguleika sem auka lífsfyllingu.
-
Ljósanæturmót í golfiLjósanæturmót í golfi
Opið Ljósanæturgolfmót GS, Hótel Keflavík & Diamond Suites. Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í þremur flokkum og leiknar eru 18 holur.
Höggleikur þar sem karlar leika af gulum teigum en konur af rauðum teigum.
Punktakeppni karla þar sem keppendur velja sér teiga til að spila af. Punktakeppni kvenna þar sem leikið verður af rauðum teigum. Hámarksleikforgjöf er 28 högg í karlaflokki en 36 högg í kvennaflokki.
Keppandi getur einungis leikið í einum flokki.
Verðlaun: Glæsileg verðlaun í öllum flokkum.
Höggleikur 1.sæti Gisting í glænýju deluxe herbergi á Hótel Keflavík ásamt óvissuferð KEF Restaurant fyrir tvo.
2.sæti Glæsileg Junior svíta á Hótel Keflavik með morgunmat 3.sæti Gisting í standard tveggja manna herbergi með morgunmat
Punktakeppni karla
1. sæti Junior svíta á Hótel Keflavík ásamt 3 rétta óvissuferð á Kef Resturant
2. sæti Glæsileg Junior svíta á Hótel Keflavik með morgunmat
3. sæti Gisting í standard tveggja manna herbergi með morgunmat
4. sæti Þriggja rétta óvissuferð Kef Restaurant fyrir tvo
Punktakeppni kvenna
1. sæti Junior svíta á Hótel Keflavík ásamt 3 rétta óvissuferð á Kef Resturant.
2. sæti Glæsileg Junior svíta á Hótel Keflavik með morgunmat
3. sæti Gisting í standard tveggja manna herbergi með morgunmat
4. sæti Þriggja rétta óvissuferð Kef Restaurant fyrir tvo
Nándarverðlaun á öllum par 3 holunum. Brunch fyrir tvo ásamt glasi af mímosu á KEF restaurant
Hola í höggi: Gisting í glæsilegri DS með sérrétta morgunmat ásamt tveim gullpeningum í Moet Kampavínssjálfsalann okkar
Annað:
a) Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga
b) Leikið er skv. móta- og keppendareglum GSÍ nema annað komi fram.
c) Verði keppendur jafnir í verðalaunasæti er talið aftur, síðustu 9, 6, 3, 1 og hlutkesti ef úrslit eru ekki ljós.
Mótsgjald er 7.500kr.
Dómari: Örn Ævar Hjartarson, 868 1964
Skráning er hafin á golf.is
-
Opið hjá Prjónasystrum Prjónasystur verða með laugardagsopnun í tilefni Ljósanætur.Opið hjá Prjónasystrum
-
Fjölskyldubíó á LjósanóttFjölskyldubíó á Ljósanótt
Í tilefni Ljósanætur býður Aðalsafn upp á notalegt fjölskyldubíó. Sýningar verða sunnudaginn 7. september kl. 13 og 15.
Komdu og horfðu á Ávaxtakörfuna með okkur. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin meðan húsrými leyfir.
Frábært tækifæri fyrir fjölskylduna að horfa saman og eiga góða stund. Aðalsafn er staðsett á Hjallavegi 2
-
Veitingar Issi fish & chipsVeitingar
-
Glimmerbarinn Glimmerbarinn sem sló í gegn í fyrra verður hjá okkur á Hafnargötu 57 laugardaginn frá kl. 13.30-15.30 ✨ Kíktu til okkar á barinn og gríptu með þér endurskinsmerki í leiðinni 💫Glimmerbarinn
-
Vinningsdansar frá heimsmeistaramótiVinningsdansar frá heimsmeistaramóti
Í júlí 2025 tóku tveir dansskólar frá Reykjanesbæ, Danskompaní og Ungleikhúsið, þátt í Dance World Cup sem fram fór á Spáni.
Á mótinu er keppt í mismunandi flokkum eftir dansstíl, aldri og stærð hópa. Skólarnir náðu sögulegum árangri og sópuðu að sér verðlaunum.
Alls hlutu skólarnir 11 gullverðlaun, 7 silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun
Verðlaunaatriðin frá skólunum verða sýnd í Bergi í Hljómahöll sunnudaginn 7. september og mun rúlla á opnunartíma Hljómahallar frá kl. 10-17 svo gestir og gangandi geta kíkt við og séð brot af dönsunum eða horft á þá alla sem tekur um 75 mínútur.
-
Bátasmiðja og fiskasýningBátasmiðja og fiskasýning
Laugardaginn 6. september milli kl. 12:00–16:00 býður Siglingafélagið Knörr upp á bátasmiðju og fiskasýningu við aðstöðu félagsins í Grófinni.
Börn á öllum aldri fá tækifæri til að smíða sér lítinn bát og sigla honum í fiskikörum. Svo er hægt að prufa bátinn á tjörninni í Skrúðgarðinum.
Á svæðinu verða öll nauðsynleg verkfæri og efnisviður, þannig að hver og einn getur búið til og skreytt sinn eiginn bát og skoðað nokkrar fiskitegundir.
-
Langos Vagninn Komdu og prófaðu ungverskt djúpsteikt flatbrauð með spennandi áleggi. Við bjóðum upp á klassískan ost og sýrðan rjóma, kryddaðan lamb, sveppi og margt fleira. Vegan valkostir auðvitað í boði – allir finna eitthvað við sitt hæfi!Langos Vagninn
-
Vera Design Einn aðila Handverkdmarkaðar í Ráðhúsi Reykjanesbæjar. Veru Design hönnun.Vera Design
-
Flugmódelfélag Suðurnesja - KynningFlugmódelfélag Suðurnesja - Kynning
Flugmódelfélag Suðurnesja heldur kynningu á starfsemi sinni á svæði félagsins á Arnarvelli við Seltjörn.
Ekið inn á svæðið frá Sólbrekkum.
Kynnt verður fjarstýrt flugmódelflug og Bíladeild félagsins verður með kynningu á fjarstýrðum módelbílum og bílabrautin sem er fyrir fjarstýrða bíla kynnt líka. Félagsmenn Flugmódelfélagsins munu taka vel á móti gestum.
Hægt er að kynna sér vef flugmódelmanna sem er: frettavefur.net, og modelflug.net.
Linkur á vefmyndavél félagsins er: https://cam.flugmodel.net/webcam/.
Allir velkomnir.
-
DJ á Cafe PetiteDJ á Cafe Petite
Þegar dimma tekur á ljósanótt verður Cafe Petite lýsandi hjarta í hátíðinni. 🎆
🎶Frá 23:00 til 01:00 laugardaginn þann 6. september fyllist staðurinn af tónlist og stemningu þegar DJ Obson (IS) og Ayobe frá Ástralíu taka yfir kvöldinu.
✅Aðgangur ókeypis og kokteill kvöldsins á sértilboði. 🍹
❤️Við opnum alla daga klukkan 16:00, hvort sem þú vilt spila pool, pílu, borðspil eða bara taka þér pásu á pallinum - fá þér kaffi, bjór, kakó eða kokteila á betra verði en happy hour - við erum með eitthvað fyrir öll .... ef þér tekst að finna okkur í bakhúsi á framnesvegi 23.