Allir viðburðir
List of Services
-
Setning Ljósanætur 2025Setning Ljósanætur 2025
Setning Ljósanætur 2024 verður haldin í Skrúðgarðinum í Keflavík.
Elstu nemendur í leikskólum Reykjanesbæjar ásamt nemendum í 3. bekk og 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar eru viðstödd setninguna.
Dagskrá kemur þegar nær dregur.
Velkomin á Ljósanótt!
-
Opnun listsýninga um allan bæOpnun listsýninga um allan bæ
Ávallt er mikið um dýrðir seinnipart fimmtudags og fram á kvöld þegar listsýningar opna hver á fætur annarri víðs vegar um bæinn.
Mikil stemning skapast í bænum á þessu kvöldi, verslanir eru með góð tilboð og heimamenn og þeirra gestir flykkjast á sýningarnar og eiga saman frábæra kvöldstund. Sýningarnar standa svo opnar fram á sunnudag.
-
Skólamatur býður í kjötsúpuSkólamatur býður í kjötsúpu
Það verður enginn svikinn af gómsætri íslenskri kjötsúpu sem Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á að vanda.
Hvað er betra en að gæða sér á geggjaðri kjötsúpu og hlusta á flotta tónleika?
-
Tónleikar á kjötsúpusviðinuTónleikar á kjötsúpusviðinu
Það verður boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu á milli ráðhússins og Skrúðgarðsins í Keflavík.
Skólamatur býður í súpu frá kl. 18-20.
Dagskrá birtist hér þegar nær dregur.
-
Heimatónleikar í Gamla bænumHeimatónleikar í Gamla bænum
Heimatónleikar í Gamla bænum verða á Ljósanótt, föstudagskvöldið 5. september, og er það í níunda skiptið sem þessi vinsæli viðburður fer fram.
Búið er að ráða frábæra listamenn sem koma fram á fimm heimilum í Reykjanesbæ og spila fyrir almenning ýmist úti á palli eða inni í stofu gestgjafanna.
Tónleikarnir hefjast í öllum húsunum kl. 21.00 og verða endurteknir kl. 22.00. Fólk gengur á milli húsa og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi fyrir utan hvað það skapast alltaf skemmtileg stemning í húsunum.
Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 8. ágúst á Tix.is
-
Ókeypis barnadagskráÓkeypis barnadagskrá
Boðið verður upp á fjölbreytta barnadagskrá í Skrúðgarðinum í Keflavík.
Öll dagskrá í garðinum verður börnum að kostnaðarlausu.
Dagskrá birt þegar nær dregur.
-
Árgangagangan mínus 20Árgangagangan mínus 20
Árgangagangan verður að sjálfsögðu á sínum stað í ár enda einn af hápunktum hátíðarinnar.
Líkt og áður færist mætingarstaður í gönguna niður um 20 húsnúmer, til dæmis sá sem er fæddur árið 1950 mætir nú við Hafnargötu 30.
Árgangur ´01 og yngri hittast við 88 húsið.
-
Ókeypis hoppukastalalandÓkeypis hoppukastalaland
Boðið verður upp á ókeypis hoppukastalaland í Skrúðgarðinum í Keflavík.
-
Dagskrá í framhaldi af árgangagönguDagskrá í framhaldi af árgangagöngu
Í framhaldi af árgangagöngu tekur við dagskrá á aðalsviði.
Dagskrá verður birt þegar nær dregur
-
Stórtónleikar á aðalsviðiStórtónleikar á aðalsviði
Ljósanótt nær hápunkti sínum á stórtónleikum á aðalsviði á laugardagskvöldi Ljósanætur.
Dagskrá verður birt þegar nær dregur
-
Bjartasta flugeldasýning landsinsBjartasta flugeldasýning landsins
Ljósanótt nær sannkölluðum hápunkti þegar flugeldar lýsa upp næturhimininn á laugardagskvöldi Ljósanætur.
Strax að sýningunni lokinni verða ljósin á berginu kveikt sem lýsa okkur í gegnum vetrarskammdegið.
Tónlistardagskrá heldur svo áfram að flugeldasýningu lokinni.
Það er Björgunarsveitin Suðurnes að vanda sem sér um framkvæmd sýningarinnar.
-
Hestateyming - ókeypis viðburðurHestateyming - ókeypis viðburður
Hestateyming í boði fyrir alla káta krakka.
Hestarnir verða staðsettir í Skrúðgarðinum í Keflavík.
-
DJ Ragga Holm á HafnargötunniDJ Ragga Holm á Hafnargötunni
Keflvíkingurinn og DJ-inn Ragga Holm þeytir skífum og heldur gestum og gangandi í góðu stuði.
-
Krakkamót í TaekwondoKrakkamót í Taekwondo
Krakkamót Keflavíkur verður haldið á Ljósanótt!
Allir hressir krakkar 5-11 ára mega keppa, sama hvort þeir séu að æfa eða ekki.
Skemmtilegt fyrirkomulag og allir geta fengið gullverðlaun!
Hlökkum til að sjá ykkur!