Við hvetjum alla til þess að skilja bílinn eftir heima á Ljósanótt og nýta sér ókeypis Ljósanæturstrætó.
Á Ljósanótt verður boðið upp á sérstakan Ljósanæturstrætó innanbæjar á hluta föstudags, á laugardag og sunnudag.
Ókeypis aðgangur verður í Ljósanæturstrætó.
Þegar Ljósanæturstrætó tekur við af hefðbundum strætó verða eknar þrjár leiðir R1 Keflavík, R2 Njarðvík, R3 Ásbrú og svo pöntunarþjónusta fyrir R4 Hafnir. Vagnarnir munu fara 50 mínútur yfir heila tímann á söfnunarstað við Myllubakkaskóla áður en þeir halda í miðstöð í Krossmóa til að hefja leið sína.
Föstudagur:
Ljósanæturstrætó tekur við af innanbæjarstrætó kl. 16:00-00:00 og ekur á klukkustunda fresti. Fyrsta ferð kl. 16:00 og lokaferð kl. 22:50 frá Myllubakkaskóla.
Laugardagur
Akstur á klukkustunda fresti samkvæmt áætlun frá kl. 10:00-01:00. Fyrsta ferð kl. 10:00 og lokaferð kl. 23:50 frá Myllubakkaskóla.
Sunnudagur:
Akstur á klukkustunda fresti samkvæmt áætlun frá kl. 10:00-17:00. Fyrsta ferð kl. 10:00 og lokaferð kl. 15:50 frá Myllubakkaskóla.
Upplagt fyrir fjölskyldur og hópa að halda gleðinni gangandi með strætóferð auk þess sem yngsta kynslóðin kann vel að meta það.
Athugið:
Landsbyggðarstrætó gengur samkvæmt hefðbundinni áætlun og verður söfnunarstaður við Miðstöð. Hægt er að sjá áætlun á
straeto.is





