Viðburðir

new_icons
Söngperlur úr Skáldið og Biskupsdóttirin

Tónleikar á Ljósanótt í Duus Safnahúsum (Bíósal) 

2. september kl.16:30 


Söngperlur úr Skáldið og Biskupsdóttirin 

Flytjendur: 

Alexandra Chernyshova – sópran og tónskáld

Lenka Mátéová – píanóleikari og orgelleikari

Guðrún Ásmundsdóttir – leikkona, rithöfundur og heiðurs gestur


Á tónleikununum munu gestir heyra aríur úr frumsömdu óperu Alexöndru Chernyshovu við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttir „Skáldið og Biskupsdóttirin“. 


Þetta er í fyrsta skipti sem óperan er kynnt í Reykjanesbæ og mikil ánægja hjá höfundum að gera þetta á Ljósanótt 2023. 


Í byrjun þessa árs kom út nýr geisladískur með allri óperunni sem er skrifuð fyrir 11 einsöngvara, óperukór og hljómsveit. Í lok tónleikanna verður í boði að kaupa áritaðan geisladisk á sérstöku Ljósanæturtilboði.


Það er frítt inn og við hlökkum til að sjá sem flesta á meðan rúm Bíósals leyfir og eiga notalega stund með tónlist Alexöndru Chernyshovu og ljóðum eftir Hallgrím Pétursson, Guðnýju frá Klömbrum og Rúnar Kristjánsson.

Dagsetning og tími

Laugardagurinn 2. september
16:30-17:00

Staðsetning

Duus Safnahús, Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær

Aðrir viðburðir

Share by: