Viðburðir

new_icons
Eftirstríðsárin - Jana María syngur

Söng- og leikkonan Jana María leiðir áhorfendur í gegnum tónlistina sem tengdi Suðurnesin við veru Varnarliðsins ásamt píanóleikaranum Vigni Þór Stefánssyni. 


Nærvera bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli hafði óneitanlega áhrif á líf og störf Suðurnesjamanna á seinni hluta síðustu aldar. Menningin í Keflavík tók stórum breytingum, ekki síst tónlistarlega, því herinn þurfti jú hljómsveitir og íslenskar söngkonur til að koma fram á klúbbunum.


Á efnisskrá má meðal annars finna tónlist þekkta í flutningi Burt Bacharach, Ellýjar og Villa Vill, Frank Sinatra, Caterina Valente, Hljóma og fleiri. 


Hlý og notaleg kvöldstund með Jönu Maríu og Vigni Þór í Stapa, fimmtudagskvöldið 31.ágúst kl.20. Miðaverð 4300, miðasala á tix.is.

 

Miðasala

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 31. ágúst
20:00 - 21:15

Staðsetning

Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær, Hljómahöll , 260

Aðrir viðburðir

Share by: