Viðburðir

new_icons
GÓSS og Elíza Newman í Kirkjuvogskirkju Höfnum

Menningarfélag Hafna kynnir hljómsveitina GÓSS (Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar) sem fagna Ljósanótt og verða með tónleika sunnudaginn 3.september í Kirkjuvogskirkju í Höfnum.


Hljómsveitin GÓSS hefur slegið í gegn með tónleikum sínum um land allt en þetta eru þetta fyrstu tónleikar þeirra í Höfnum á Reykjanesi. Á tónleikum GÓSS verður boðið upp á létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa og notalega stund fyrir tónleikagesti í fallegu kirkjunni í Höfnum.


Eins og fyrri ár þá byrjar Elíza Newman tónleikana með nokkrum lögum af nýjustu breiðskífu sinn Wonder Days sem fengið hefur frábærar viðtökur og er einmitt tekin upp í Höfnunum.

Miðaverð er 3500 kr og fer eingöngu fram á Tix.is


Komið og klárið Ljósanótt á hugljúfum tónleikum í Kirkjuvogskirkju.

Allur ágóði af tónelikunum rennur til viðhalds og varðveislu Kirkjuvogskirkju.

Miðasala

Dagsetning og tími

Sunnudagurinn 3. september
16:00 - 17:30

Staðsetning

Kirkjuvogskirkja , Hafnir , 233

Aðrir viðburðir

Share by: