Viðburðir

new_icons
Hátíð í Höfnum

Blásið verður til Hátíðar í Höfnum á ný á Ljósanótt með fjölbreyttri dagskrá sunnudaginn 3. september.


Það verður ýmislegt skemmtilegt á boðstólum í ár eins og áður. Í Kirkjuvogskirkju verða tónleikar með hljómsveitinni Góss og Elízu Newman. Kaffisala í Skólanum. 


Gísli Pálsson mannfræðingur og rithöfundur flytur erindið: Varð aldauðinn til í Höfnum? 


Sýning Aldísar Yngvadóttur opnar föstudaginn 1. september á Ragheiðarstöðum og verður opin alla helgina.


13:00-18:00 Kaffisala í Skólanum. Allur ágóði rennur í viðhaldssjóð Kirkjuvogskirkju.


13:00-17:00 Sýning á keramikmunum og olíumálverkum eftir listamanninn Aldísi Yngvadóttur. Ragnheiðarstaðir í Höfnum. Sýningin opnar kl. 17, 1. september og er opin til kl. 17. sunnudaginn 3. september.


14:00-15:00 Varð aldauðinn til í Höfnum? Gísli Pálsson mannfræðingur og rithöfundur rekur forvitnilega sögu síðustu geirfuglanna. Gísli telur að dvöl ensku náttúrufræðinganna John Wolley og Alfred Newton í Höfnum sumarið 1858 hafi lagt grunninn að hugmyndum um aldauða dýrategunda af manna völdum. Hvað skyldi vera hæft í því?


Gísli Pálsson er meðal annars kunnur fyrir rit sín um umhverfismál og norðurslóðir, sem og verðlaunabókina Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér. Árið 2020 kom út bók hans um Geirfuglinn, Fuglinn sem gat ekki flogið. Hún er væntanleg á ensku uppúr áramótum (The Last of Its Kind), mjög endurbætt.


16:00-17:30 Tónleikar í Kirkjuvogskirkju. Menningarfélag Hafna kynnir hljómsveitina GÓSS (Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar) sem fagna Ljósanótt og verða með tónleika sunnudaginn 3.september í Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Hljómsveitin GÓSS hefur slegið í gegn með tónleikum sínum um land allt en þetta eru þetta fyrstu tónleikar þeirra í Höfnum á Reykjanesi. Á tónleikum GÓSS verður boðið upp á létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa og notalega stund fyrir tónleikagesti í fallegu kirkjunni í Höfnum. Eins og fyrri ár þá byrjar Elíza Newman tónleikana með nokkrum lögum af nýjustu breiðskífu sinn Wonder Days sem fengið hefur frábærar viðtökur og er einmitt tekin upp í Höfnunum. Miðaverð er 3500 kr og fer eingöngu fram á Tix.is


Komið og klárið Ljósanótt á hugljúfum tónleikum í Kirkjuvogskirkju.

Verið velkomin í Hafnirnar!

Dagsetning og tími

Sunnudagurinn 3. september
13:00-18:00

Staðsetning

Gamli skólinn í Höfnum/ Safnaðarheimilið, 233 Hafnir

Aðrir viðburðir

Share by: