Viðburðir

new_icons
Opnun Ljósanætursýninga í Duus safnahúsum

Margir byrja þátttöku á Ljósanótt með stæl með því að drekka í sig menninguna á opnun sýninga Listasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum á fimmtudegi Ljósanætur. Í framhaldi tekur fólk rúntinn upp alla Hafnargötu og skoðar fjölbreyttar sýningar í fjölbreyttum sýningarrýmum.


Endurlit - Linda Steinþórsdóttir

Í tilefni Ljósanætur 2023 opnar sýning Lindu Steinþórsdóttur, Endurlit/Hindsight, í Bíósal Duus Safnahúsa í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar.


Sýningaropnun: Eins manns rusl er annars gull

Hvað eiga pennar, plastpokar, bíóprógrömm, servíettur og eldfæri sameiginlegt? 


Þetta eru allt smáhlutir sem hafa verið framleiddir með ákveðið notagildi í huga. Þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu enda þeir oftar en ekki í ruslinu. Til eru þeir sem hafa þó einsett sér að safna slíkum hlutum með það markmið að eignast sem flesta og af mismunandi gerðum. Á sýningunni má sjá smáhluti sem hafa borist Byggðasafni Reykjanesbæjar sem heildstæð einkasöfn eða hluti af öðrum gjöfum. 

Dagsetning og tími

Fimmutudagurinn 31. ágúst
18:00-20:00

Staðsetning

Duus Safnahús, Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær

Aðrir viðburðir

Share by: