Viðburðir

new_icons
Óður til Reykjaness - Ljósmyndasýning

Ljósmynda- og kvikmyndasýning - Óður til Reykjaness.

Sýning sem sýnir landslag og náttúru Reykjanes bæði í ljósmyndum og kvikmynd.

Hlakka til að sjá ykkur í gömlu dráttarbrautinn við Duus húsin.


Jón R. Hilmarsson - Ljósmyndari:

Jón er sjálfmenntaður íslenskur landslags- og náttúruljósmyndari á Íslandi. Hann byrjaði að taka ljósmyndun alvarlega árið 2007 og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir verk sín. Myndir hans, sem sumar hafa hlotið alþjóðleg verðlaun, hafa verið birtar um allan heim í blöðum, tímaritum og ýmsum bókum.

Með mikilli ástríðu fyrir ljósmyndun og ferðalögum um Ísland reynir Jón að draga fram áhugavert landslag, náttúru og þekkt kennileiti. Oft er farið að nálgast viðfangsefnið í ljósaskiptunum en þá gerast oft ótrúlegir hluti í náttúrunni sem gefur myndunum fjölbreyttari umgjörð og litskrúðugri en venjulega.

Frá því Jón byrjaði að mynda íslenskt landslag og náttúru hefur hann haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis - t.d. verið sýningu á opnunarkvöldi á "Norrænum vikum í St. Pétursborg". Hann hefur einnig gefið út nokkrar ljósmyndabækur.

Jón hefur haft mikinn áhuga á heimildarmyndagerð um landslag og náttúru Íslands og hefur m.a. gefið út kvikmynd um eldgos á Reykjanesi sem var sýnd í sjónvarpi og norðurljós á Íslandi - Magical Sky Iceland. Kvikmyndaverk hans hafa verið sýnd um allan heim, t.d. á listahátíð í Japan.

www.magicalskyiceland.com / www.iphotographiceland.com  -  jonhilmarsson.photography@gmail.com

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 31. ágúst
19:00 - 22:00
Föstudagurinn 1. september
17:00 - 22:00
Laugardagurinn 2. september
14:00 - 18:00
Sunnudagurinn 3. september
13:00 - 16:00

Staðsetning

Gamla SBK húsið, Grófinni 2, 230 Reykjanesbær

Aðrir viðburðir

Share by: