Viðburðir

new_icons
Heimatónleikar í Gamla bænum

Heimatónleikar í Gamla bænum verða föstudagskvöldið 1. september í sjöunda skiptið! 

Búið er að ráða frábæra listamenn sem koma fram á nokkrum heimilum í Reykjanesbæ og spila fyrir almenning ýmist úti á palli eða inni í stofu gestgjafanna. 


Tónleikarnir hefjast í öllum húsunum kl. 21.00 og verða endurteknir kl. 22.00. 

Fólk gengur á milli húsa og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi fyrir utan hvað það skapast alltaf skemmtileg stemning í húsunum.  

Listafólkið sem kemur fram í ár er eftirfarandi: 

Sigga og Grétar KK, Lay Low, Heiðar úr Botnleðju, Mugison og Hreimur Örn Heimission 

Uppselt er á tónleikana! 

Dagsetning og tími

Föstudagurinn 1. september
21:00 - 23:00

Staðsetning

Gamli bærinn, Reykjanesbær, 230

Aðrir viðburðir

Share by: