List of Services
-
Skólamatur býður í kjötsúpuSkólamatur býður í kjötsúpu
Það verður enginn svikinn af gómsætri íslenskri kjötsúpu sem Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á að vanda.
Hvað er betra en að gæða sér á geggjaðri kjötsúpu og hlusta á flotta tónleika?
-
Tónleikar á kjötsúpusviðinuTónleikar á kjötsúpusviðinu
Það verður boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu á milli ráðhússins og Skrúðgarðsins í Keflavík.
Skólamatur býður í súpu frá kl. 18-20.
Dagskrá birtist hér þegar nær dregur.
-
Heimatónleikar í Gamla bænumHeimatónleikar í Gamla bænum
Heimatónleikar í Gamla bænum verða á Ljósanótt, föstudagskvöldið 5. september, og er það í níunda skiptið sem þessi vinsæli viðburður fer fram.
Búið er að ráða frábæra listamenn sem koma fram á fimm heimilum í Reykjanesbæ og spila fyrir almenning ýmist úti á palli eða inni í stofu gestgjafanna.
Tónleikarnir hefjast í öllum húsunum kl. 21.00 og verða endurteknir kl. 22.00. Fólk gengur á milli húsa og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi fyrir utan hvað það skapast alltaf skemmtileg stemning í húsunum.
Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 8. ágúst á Tix.is
-
Ókeypis barnadagskráÓkeypis barnadagskrá
Boðið verður upp á fjölbreytta barnadagskrá í Skrúðgarðinum í Keflavík.
Öll dagskrá í garðinum verður börnum að kostnaðarlausu.
Dagskrá birt þegar nær dregur.