new_icons

Tálgaðir Fuglar úr íslensku birki

Rúnar Ástvaldsson og er húsasmíðameistari. Ég hef verið að tálga fugla úr íslensku birki í 8 ár.   


Birkitré hef ég fengið í skógræktum víða um land meðal annars úr Vaglaskógi og Hallormstaðarskógi.  


Þegar ég hef sagað út mót að fugli tálga ég hann og brenni þá með brennipenna. Ég geri fætur úr 23 vírum sem ég sný saman og mynda fætur og lóða.  


Ég set blóðsteina fyrir augu og mála fuglana og set þá á undirstöður. Síðan pakka ég hverjum fugli í gjafaöskju.

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 4. september
17:00 - 22:00
Föstudagurinn 5. september
17:00-20:00
Laugardagurinn 6. september
13:00-17:00
Sunnudagurinn 7. september
13:00-16:00

Staðsetning

Fischershús, Hafnargata 2, 230 Reykjanesbæ

Aðrir viðburðir