Englar í skrúðgarðinum - drög að sýningu
Guðmundur Karl Brynjarsson er fæddur og uppalinn í Keflavík. Hann hefur þjónað sem prestur í tæp 30 ár, lengst af í Kópavogi. Guðmundur hefur dundað sér við myndlist frá unga aldri og hefur hún leitað meira og meira á huga hans hin síðari ár.
Veturinn 2024-‘25 lagði hann stund á myndlistarnám í Flórens á Ítalíu þar sem lögð var áhersla á hefðbundin vinnubrögð við olíumálun.
Myndirnar sem Guðmundur Karl sýnir að þessu sinni tengjast æskuslóðunum og töfrum minninganna.
Í bígerð er stærri sýning í sama anda og má segja að hér sé því um “stiklu” að ræða. Myndirnar verða sýndar í eldhúsi Fischershúss við Hafnargötu.
Dagsetning og tími
Fimmtudagurinn 4. september
17:00 - 22:00
Föstudagurinn 5. september
17:00 - 20:00
Laugardagurinn 6. september
13:00 - 17:00
Sunnudagurinn 7. september
13:00 - 16:00