new_icons

Hrói Höttur - Leikhópurinn Lotta - ókeypis

Hrói Höttur er íslenskur söngleikur sem sýndur er utandyra, sýningin er klukkutími að lengd og stútfull af sprelli og fjöri fyrir allan aldur. 


Í sýningunni fá áhorfendur að kynnast Hróa Hetti og vinum hans Þöll og Þyrnirós sem berjast fyrir réttlæti í ævintýraskóginum. Sögurnar um Hróa og Þyrnirós fléttast skemmtilega saman, Jóhann prins og fógetinn láta að sjálfsögðu sjá sig og fáum við að kynnast fleiri skemmtilegum persónum úr ævintýraskóginum eins og Tomma litla, mömmu Hróa og álfkonum.


Hrói Höttur er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningarnar eru utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa, grípa með sér teppi til að sitja á og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum.


Sýningin er sýnd í Skrúðgarðinum í Keflavík.


Dagsetning og tími

Föstudagurinn 5. september
16:30 - 17:30

Staðsetning

Skrúðgarðurinn í Keflavík, 230 Reykjanesbær

Aðrir viðburðir