Eygló og Ísó stunda nám við University of Cumbria í norður Englandi að vinna að B.A. gráðu í myndlist, þar áður stunduðu þær nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur við listmálaradeild og útskrifuðust þaðan með tveggja ára diplómu.
Verkin hennar Eyglóar snúast um sameiningu sögu mannkyns, upplifun og ævintýra/þjóðsagna. Hún tengir saman nútíð og fortíð og blandar saman draumaheim á litríkan og skemmtilegan hátt. Verkin hafa fígúratífa eiginleika en eru sköpuð með mismunandi stílum og tilfinningum. Eygló notar olíumálningu sem aðal miðil í listinni sinni, en skemmtir sér við að blanda mismunandi aðferðum við listina sína.
Listin hennar Ísó fær mikinn innblástur frá listastefnunni surrealisma, listinn hennar hefur draumkenndan veruleika þar sem engar reglur eiga sér stað, samspil náttúru og drauma verða að veruleika á absúrdan hátt og fást við alls kyns hugmyndir og stefnur. Listamaðurinn er að fást við heimspekilegu stefnuna absurdisma, sem er hugsunarhátturinn að heimurinn bjóði enga innbyggða merkinu, en maðurinn leyti samt af henni og í því felst hið absúrda.