new_icons

Heimatónleikar í gamla bænum

Heimatónleikar í Gamla bænum fara fram á föstudagskvöldið 5. september 2025 og eru þeir haldnir í níunda sinn.  


Heimatónleikar í Gamla bænum eru ein af perlum Ljósanætur. Þá breytast fimm heimili í gamla bænum í litla tónleikastaði þar sem vel valdir listamenn koma fram – ýmist á palli úti eða inni í stofu gestgjafans. 


Tónleikarnir hefjast samstundis kl. 21:00 og eru síðan endurteknir kl. 22:00—Tónleikagestir geta gengið á milli heimila og fundið tónlist við sitt hæfi, allt umkringt skemmtilegri og persónulegri stemningu.

Dagsetning og tími

Föstudagurinn 5. september
21:00 - 23:00

Staðsetning

Gamli bærinn Keflavík, 230 Reykjanesbæ

Aðrir viðburðir