new_icons

Charlotta.keramik og Maríuklæði á vinnustofu Sossu

Charlotta.keramik og Maríuklæði verða á vinnustofu Sossu með vörur sýnar til sölu.   


Charlotta keramik verður með úrval af handmótuðum og handrenndum hlutum í steinleir og er því hver hlutur einstakur. Ég verð með kertaluktir, kertastjaka, skálar, bolla og fleira. Verkin mín einkennast af fjölbreytileika og litagleði. Ljósanæturafsláttur af völdum vörum !  


Maríuklæði verða með línu af handlituðum flíkum - hver flík einstök og engar tvær eins. Ég verð með nýja samfestinga, jogging galla og vintage merkjavöru sem ég er búin að meðhöndla. Ég legg áherslu á falleg snið og að eiga stærðir fyrir allar konur. Núna á ég líka geggjaðar herra skyrtur. Svo verður útsöluslá og ýmislegt fleira. Ef þér finnst gaman að klæðast flíkum sem tekið er eftir og eru öðruvísi geturðu gert góð kaup hjá Maríuklæðum.  


Málverk Sossu verða til sýnis og sölu á staðnum.

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 4. september
17:00 - 20:00
Föstudagurinn 5. september
17:00 - 20:00
Laugardagurinn 6. september
14:00 - 20:00
Sunnudagurinn 7. september
13:00 - 16:00

Staðsetning

Vinnustofa Sossu, Mánagata 1, 230 Reykjanesbær

Aðrir viðburðir