Viðburðir

new_icons
Ljóðagjörningur

Ljóðagjörningur kl. 17.00 í Miðju bókasafnsins. „Allir eiga sér sögu. Öll búum við yfir kærleika og höfum upplifað ástir og sorgir, hamingju og gleði.“

Eyrún Ósk Jónsdóttir flytur ljóð úr ljóðabók sinni Í svartnættinu miðju skín ljós við trommundirleik Akeem Richards sem spilar á afrískar trommur. Öll ljóðin byggja á persónulegum frásögnum fólks. Verkið er seiðandi og áhrifamikið og fjallar um málefni samtímans.  Gjörningurinn tekur um 20 mínútur.

Öll velkomin og aðgangur er ókeypis.

Hvar: Bókasafn Reykjanesbæjar | Miðjan

Hvenær: 31. ágúst kl. 17.00

 

Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki feril sem rithöfundur, leikari og friðarsinni.
Akeem Richard er þekktur hér á landi fyrir þátttöku sína úr stjórnmálum, menningarviðburðum, fjölmenningarviðburðum og fyrir störf sín í þágu fjölmenningar. 


Ókeypis viðburður!

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 31. ágúst
17:00 - 17:30

Staðsetning

Bókasafn Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230

Aðrir viðburðir

Share by: