Viðburðir

new_icons
Fríða Dís og Demo - Ljósanæturtónleikar

Fríða Dís hefur starfað við tónlist frá unglingsaldri, aðallega sem söngkona, texta- og lagasmiður með Klassart, Eldum og Trilogiu. Hún hefur þar að auki tekið þátt í fjölda verkefna með ýmsu tónlistarfólki, t.d. Soffíu Björgu, Íkorna, Ingu Björk og Baggalúti, komið fram á fjölda tónleikum og verið með lög á vinsældarlistum Rásar 2, X-ins og Bylgjunnar. 


Fríða hefur gefið út þrjár plötur með hljómsveitinni Klassart og gaf út sína fyrstu sólóplötu, Myndaalbúm, árið 2020. Árið 2022 gaf hún svo út sína aðra og þriðju plötu, Lipstick On og Fall River.

 Hljómsveitin Demo kemur úr Reykjanesbæ. Meðlimir kynnstust í gegnum starf sitt í tónlistarskóla bæjarins.
Demó er skipuð Magnúsi Má Newman á trommur, Alexander Fryderyk Grybos sem syngur og spilar á gítar, Jakob Piotr Grybos píanóleikara, Guðjóni Steini Skúlasyni á bassa og Sigurði Baldvin Ólafssyni á gítar.

Dagsetning og tími

Sunnudagurinn 3. september
21:00 - 01:00

Staðsetning

Paddy's, Hafnargötu 38, 230

Aðrir viðburðir

Share by: