Viðburðir

new_icons
Valdimar á trúnó í Bergi

Hljómahöll hefur ákveðið að endurvekja tónleikaröðina Trúnó en tónleikaröðin hefur haldið sig til hlés frá því að heimsfaraldurinn skall á. 


Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal. 


Sú hljómsveit sem ríður á vaðið ætti að vera bæjarbúum og öllum landsmönnum kunnug en það er hin frábæra hljómsveit Valdimar. 


Sveitin mun koma fram á tvennum tónleikum miðvikudagskvöldið 30. ágúst og fimmtudagskvöldið 31. ágúst á meðan Ljósanótt stendur yfir en þetta verður í fyrsta sinn sem sveitin kemur fram á tónleikaröðinni. 


Á fyrri trúnó-tónleikum sveitarinnar mun hljómsveitin leika öll lögin af plötunni sinni Undraland sem kom út árið 2010. Á seinni tónleikum sveitarinnar mun hljómsveitin taka fyrir plötuna Um stund sem kom út árið 2012. 


Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00.

Miðasala

Dagsetning og tími

Miðvikudagurinn 30. ágúst
20:00 - 22:00
Fimmtudagurinn 31. ágúst
20:00 - 22:00

Staðsetning

Hjallavegur 2, Reykjanesbær, 260

Aðrir viðburðir

Share by: