Viðburðir

new_icons
Ljósanæturball fyrir 8.-10. bekk

Ljósanæturballið er árlegur viðburður fyrir ungmenni í 8.-10. bekk (fædd 2008-2010). Ballið verður miðvikudaginn 30. ágúst kl. 21:00-23:00 í Stapasal í Hljómahöll. 


Húsið opnar 20:45 og munu Sprite Zero Klan, DJ Ólafur Jóhann og Friðrik Dór halda uppi stuðinu. 


Miðinn kostar 3000 kr. en miðasalan fer fram í húsakynnum Fjörheima (Hafnargötu 88).


Tímasetning miðasölu:

- Miðvikudaginn 23. Ágúst kl. 19:30-21:30

- Föstudaginn 25. Ágúst kl. 19:30-21:30

- Mánudaginn 28. Ágúst kl. 19:30-21:30


Nánari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima. 

Ungmenni frá öðrum félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum geta keypt miða í sinni félagsmiðstöð.

Dagsetning og tími

Miðvikudagurinn 30. ágúst
21:00-23:00

Staðsetning

Hljómahöll, Hjallavegur 2, 260 Rykjanesbær

Aðrir viðburðir

Share by: