new_icons
Opið hús & Fatamarkaður

Leikfélag Keflavíkur verður með opið hús á Ljósanótt.  


Það verður fjáröflunarfatamarkaður til að safna fyrir nýjum stólum og pallakerfi í áhorfendasalinn. 

Trúbador mætir á svæðið ásamt því að leikmunir og búningar úr gömlum sýningum verður til sýnis.   


Léttar veitingar verða til sölu og nýtt listaverk í forsal Frumleikhússins verður frumsýnt.  


Hlökkum til að sjá alla í Frumleikhúsinu!

Dagsetning og tími

Laugardagurinn 7. september
14:00 - 18:00

Staðsetning

Frumleikhúsið, Vesturbraut 17, Reykjanesbær, 230

Aðrir viðburðir