Viðburðir

new_icons
Ljóðalestur vinningshafa í ljóðasamkeppni

Menningarfélagið Bryggjuskáldin efnir til ljóðasamkeppni á Suðurnesjum í tilefni af Ljósanótt.

 Vinningsljóðin úr keppninni verða tilkynnt föstudaginn 1. september kl. 16.00 í Miðju Bókasafnsins. Á sama tíma fer fram verðlaunaafhending. Öll velkomin og viðburðurinn er ókeypis.

 Reglur keppninnar eru einfaldar: Innsent ljóð má ekki hafa birst áður og æskilegt er að það fjalli um Suðurnesin á einn eða annan hátt.
Veitt verða verðlaun fyrir besta ljóðið að mati dómnefndar og auk þess fá tvö ljóð í viðbót viðurkenningu.
Í dómnefnd sitja skáldin: Anton Helgi Jónsson, Ragnheiður Lárusdóttir, Guðmundur Magnússon, Gunnhildur Þórðardóttir og þýðandinn Helga Soffía Einarsdóttir.
Ljóðin skal merkja með dulnefni ásamt nafni, heimili, netfangi og símanúmeri höfundar í öðru lokuðu umslagi með sama dulnefni merkt „Ljósberinn“ til Bókasafns Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ.

 Skilafrestur rennur út 28. ágúst. Einnig má senda ljóðin ásamt upplýsingum um höfund á netfangið: Stefania.Gunnarsdottir@Reykjanesbaer.is ef það hentar betur. 

Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Magnússon gudmundur@steinbogi.is

Dagsetning og tími

Föstudagurinn 1. september
16:00 - 16:30

Staðsetning

Tjarnargötu 12, Reykjanesbær, 230

Aðrir viðburðir

Share by: