Viðburðir

new_icons
Varð aldauðinn til í Höfnum?

Gísli Pálsson mannfræðingur og rithöfundur rekur forvitnilega sögu síðustu geirfuglanna. Gísli telur að dvöl ensku náttúrufræðinganna John Wolley og Alfred Newton í Höfnum sumarið 1858 hafi lagt grunninn að hugmyndum um aldauða dýrategunda af manna völdum. Hvað skyldi vera hæft í því? 


Gísli er meðal annars kunnur fyrir rit sín um umhverfismál og norðurslóðir, sem og verðlaunabókina Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér. Árið 2020 kom út bók hans um Geirfuglinn: Fuglinn sem gat ekki flogið. Hún er væntanleg á ensku upp úr áramótum (The Last of its kind), mjög endurbætt.

Dagsetning og tími

Sunnudagurinn 3. september
14:00-15:00

Staðsetning

Nesvegur 4, Hafnir, 233

Aðrir viðburðir

Share by: