Viðburðir

new_icons
Bland í poka - Gunnhildur Þórðardóttir

Á sýningu Gunnhildar Þórðardóttur, Bland í poka, á Ljósanótt 2023 eru bæði tví- og þrívíð verk og ný verk í bland við gömul. Auk þess mun listamaðurinn vera með ljóðabækur sem hún hefur gefið út og lesa vel valin ljóð. 


Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna auk þess sem hringrásarhagkerfið hefur alltaf verið ofarlega á baugi í hennar verkum enda mikill umhverfissinni. 


Öll verkin á sýningunni eru einnig gerð úr afskurði úr hinum ýmsa efniviði t.d. timbri eða úr hlutum sem fá nýtt hlutverk s.s. gömul húsgögn eða listaverk. 


Allir velkomnir.

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 31. ágúst
17:00 - 22:00
Föstudagurinn 1. september
17:00 - 22:00
Laugardagurinn 2. september
14:00 - 18:00
Sunnudagurinn 3. september
13:00 - 16:00

Staðsetning

Fischershúsið við Hafnargötu, Keflavík, 230

Aðrir viðburðir

Share by: