Motocross
Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness kynnir innanbæjar keppni á MOTOCROSS hjólum við höfnina í Keflavík.
Allir bestu ökumenn landsins ásamt okkar yngstu og efnilegu framtíðar ökumönnum ætla að sýna listir sínar við höfnina þar sem keyrt verður í gegnum hinar ýmsu þrautir og yfir allskyns hindranir.
Frábær sýning þar sem hægt verður að koma og kynna sér þetta frábæra sport og leyfa yngstu kynslóðinni að setjast á hjólin og fá af sér mynd.
Keppnin/Sýningin fer fram Laugardaginn 7.september klukkan 13:00
Dagsetning og tími
Laugardagurinn 7. september
13:00 - 16:00
Staðsetning
Bakkastígur, Reykjanesbaer, 230