Flugmódelfélag Suðurnesja - Kynning
Flugmódelfélag Suðurnesja heldur kynningu á starfsemi sinni á svæði félagsins á Arnarvelli við Seltjörn.
Ekið inn á svæðið frá Sólbrekkum.
Kynnt verður fjarstýrt flugmódelflug og Bíladeild félagsins verður með kynningu á fjarstýrðum módelbílum og bílabrautin sem er fyrir fjarstýrða bíla kynnt líka. Félagsmenn Flugmódelfélagsins munu taka vel á móti gestum.
Hægt er að kynna sér vef flugmódelmanna sem er: frettavefur.net, og modelflug.net.
Linkur á vefmyndavél félagsins er: https://cam.flugmodel.net/webcam/.
Allir velkomnir.
Dagsetning og tími
Laugardagurinn 6. september
11:00 - 14:00
Staðsetning
Arnarvöllur við Seltjörn