Opið Ljósanæturgolfmót GS, Hótel Keflavík & Diamond Suites. Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í þremur flokkum og leiknar eru 18 holur.
Höggleikur þar sem karlar leika af gulum teigum en konur af rauðum teigum.
Punktakeppni karla þar sem keppendur velja sér teiga til að spila af. Punktakeppni kvenna þar sem leikið verður af rauðum teigum. Hámarksleikforgjöf er 28 högg í karlaflokki en 36 högg í kvennaflokki.
Keppandi getur einungis leikið í einum flokki.
Verðlaun: Glæsileg verðlaun í öllum flokkum.
Höggleikur 1.sæti Gisting í glænýju deluxe herbergi á Hótel Keflavík ásamt óvissuferð KEF Restaurant fyrir tvo.
2.sæti Glæsileg Junior svíta á Hótel Keflavik með morgunmat 3.sæti Gisting í standard tveggja manna herbergi með morgunmat
Punktakeppni karla
1. sæti Junior svíta á Hótel Keflavík ásamt 3 rétta óvissuferð á Kef Resturant
2. sæti Glæsileg Junior svíta á Hótel Keflavik með morgunmat
3. sæti Gisting í standard tveggja manna herbergi með morgunmat
4. sæti Þriggja rétta óvissuferð Kef Restaurant fyrir tvo
Punktakeppni kvenna
1. sæti Junior svíta á Hótel Keflavík ásamt 3 rétta óvissuferð á Kef Resturant.
2. sæti Glæsileg Junior svíta á Hótel Keflavik með morgunmat
3. sæti Gisting í standard tveggja manna herbergi með morgunmat
4. sæti Þriggja rétta óvissuferð Kef Restaurant fyrir tvo
Nándarverðlaun á öllum par 3 holunum. Brunch fyrir tvo ásamt glasi af mímosu á KEF restaurant
Hola í höggi: Gisting í glæsilegri DS með sérrétta morgunmat ásamt tveim gullpeningum í Moet Kampavínssjálfsalann okkar
Annað:
a) Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga
b) Leikið er skv. móta- og keppendareglum GSÍ nema annað komi fram.
c) Verði keppendur jafnir í verðalaunasæti er talið aftur, síðustu 9, 6, 3, 1 og hlutkesti ef úrslit eru ekki ljós.
Mótsgjald er 7.500kr.
Dómari: Örn Ævar Hjartarson, 868 1964
Skráning er hafin á golf.is