new_icons

Söngstund og opnunarhátíð bókasafns

Í tilefni opnunar bókasafnsins í Hljómahöll fyrr í ágústmánuði verður formleg opnun safnsins haldin í hádeginu, fimmtudaginn 4. september, samhliða hinni árlegu söngstund sem er einn af þeim viðburðum sem markar upphaf Ljósanætur.  


Söngstundin á bókasafninu hefur um árabil verið fastur liður í hátíðinni og höldum við þeirri hefð áfram þrátt fyrir að safnið hafi flutt sig um set. Að þessu sinni fer viðburðurinn fram í Bergi í Hljómahöll og hefst kl. 12:15.  


Boðið verður upp á léttar veitingar, söng og gleði. Kjartan Már bæjarstjóri tekur upp fiðluna að vanda og leiðir samsönginn ásamt Sverri Bergmann bæjarfulltrúa og valinkunnum hljóðfæraleikurum.   


Við hvetjum íbúa og gesti Reykjanesbæjar til að taka þátt í þessari skemmtilegu stund og fagna opnun nýja bókasafnsins og upphafi Ljósanætur.

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 4. september
12:15 - 13:00

Staðsetning

Hjallavegur 2, 230 Reykjanesbær

Aðrir viðburðir