new_icons

Vinningsdansar frá heimsmeistaramóti

Í júlí 2025 tóku tveir dansskólar frá Reykjanesbæ, Danskompaní og Ungleikhúsið, þátt í Dance World Cup sem fram fór á Spáni. 


Á mótinu er keppt í mismunandi flokkum eftir dansstíl, aldri og stærð hópa. Skólarnir náðu sögulegum árangri og sópuðu að sér verðlaunum.  


Alls hlutu skólarnir 11 gullverðlaun, 7 silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun   


Verðlaunaatriðin frá skólunum verða sýnd í Bergi í Hljómahöll sunnudaginn 7. september og mun rúlla á opnunartíma Hljómahallar frá kl. 10-17 svo gestir og gangandi geta kíkt við og séð brot af dönsunum eða horft á þá alla sem tekur um 75 mínútur.

Dagsetning og tími

Sunnudagurinn 7. september
10:00 - 17:00

Staðsetning

Berg, Hljómahöll, Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær

Aðrir viðburðir