Forsýning myndarinnar Til Dyflinnar sem fjallar um ferðalag Kórs Keflavíkurkirkju með U2 messu til Írlands. 83 ferðafélagar fullir eftirvæntingar halda tónleika í miðbæ Dyflinnar og syngja U2 messu á íslensku! Sumir myndu segja að það væri eins og að fara með kaffi til Gvatemala en meðlimir U2 slitu barnsskónnum í Dublin og sumir búa þar ennþá.
Í myndinni má sjá ferlið og ferðalagið en þess má geta að kórmeðlimir sáu sjálfir um að gera nýja texta við lög U2. Arnór Vilbergsson kórstjóri sá um allar útsetningar á lögunum og útkoman er stórkostleg!
Kvikmyndagerðamenn eru Heiðar Aðalbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson. Myndin er tæp klukkustund að lengd og verður sýnd kl. 13, 14 og 15 í Kirkjulundi safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Hlökkum til að sjá ykkur!