new_icons

Bátasmiðja og fiskasýning

Laugardaginn 6. september milli kl. 12:00–16:00 býður Siglingafélagið Knörr upp á bátasmiðju og fiskasýningu við aðstöðu félagsins í Grófinni. 


Börn á öllum aldri fá tækifæri til að smíða sér lítinn bát og sigla honum í fiskikörum. Svo er hægt að prufa bátinn á tjörninni í Skrúðgarðinum. 


Á svæðinu verða öll nauðsynleg verkfæri og efnisviður, þannig að hver og einn getur búið til og skreytt sinn eiginn bát og skoðað nokkrar fiskitegundir.

Dagsetning og tími

Laugardagurinn 6. september
12:00 - 16:00

Staðsetning

Smábátahöfnin í Grófinni, 230 Reykjanesbær

Aðrir viðburðir