Fjölskyldubíó á Ljósanótt
Í tilefni Ljósanætur býður Aðalsafn upp á notalegt fjölskyldubíó. Sýningar verða sunnudaginn 7. september kl. 13 og 15.
Komdu og horfðu á Ávaxtakörfuna með okkur. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin meðan húsrými leyfir.
Frábært tækifæri fyrir fjölskylduna að horfa saman og eiga góða stund. Aðalsafn er staðsett á Hjallavegi 2
Dagsetning og tími
Sunnudagurinn 7. september
13:00 - 16:30
Staðsetning
Bókasafn Reykjanesbæjar, aðalsafn, Hljómahöll, Hjallavegur 2, 230 Reykjanesbær