new_icons

Ferðalag í níu víddum

Það skiptir ekki máli hvað það er sem er að angra þig andlega ef þú ert tilbúin að losa þig við þína innri vanlíðan er þessi tími fyrir þig. Í tímanum færð þú tækifæri til að sleppa tökunum á á föstum tilfinningum og hugsanavillum sem þú hefur burðast með jafnvel frá barnæsku og endurforritað hugann með jákvæðari og uppbyggilegri hugsunum sem stuðla að jákvæðari tilfinningum og betri líðan.  


Þetta ferðalag ýtir undir andlegan vöxt þinn og tilfinningalegann þroska og er frábært ferðalag til að byrja á ef þú hefur ekki prófað 9D ferðalög áður.  


Ferðalagið er byggt á vinsælasta 9D ferðlaginu (e.Letting go and forgive) sem Brian Kelly er höfundur að. Björk Ben hefur fært það yfir á íslensku og breytt textanum og tónlistin til að gera ferðalagið enn öflugra fyrir þig sem hugsar á íslensku.  


Lengd: 1:20  

Tungumál: Íslenska  

Undirbúningur: Vera búin að pissa og ekki vera nýbúin að borða eða vera á fastandi maga. Gott að hafa með sér vatnsflösku  

Fyrir hverja: Fyrir þá sem þurfa stuðning við að sleppa tökunum á einhverju eins og erfiðum atburðum sem þeir hafa upplifað, neikvæðum tilfinningum eða losa sig við dómhörku gagnvart sjálfum sér eða öðrum. Fyrir þá sem eru tilbúnir að fyrirgefa sjálfum sér, elska sjálfan sig, samþykkja sig og upplifa umbreytingu á sínu lífi. Fyrir þá sem vilja tengjast sjálfum sér, fá dýpri skilning á lífi sínu og tilgangi.  

Það sem fólk hefur verið að upplifa í þessu ferðalagi: Frelsi frá fortíðinni og áhrifum hennar sem aftrað viðkomandi frá því að þora að líða vel og lifa góðu lífi. Losnað við líkamlega og andlega vanlíðan og upplifað léttir og opnun. Að geta fyrirgefið sjálfum sér, elskað sig meira og samþykkt. Eignast þannig betra samband við sjálfan sig og aðra. Jafnvægi og og innri styrk sem hjálpar til að takast á við áskoranir í lífinu með meiri yfirvegun. Innri ró og frið sem stuðlar að betra lífi á allan hátt. Andlegan þroska og vöxt með því að sleppa tökunum og opna þannig á meira rými fyrir nýja möguleika sem auka lífsfyllingu.

Dagsetning og tími

Sunnudagurinn 7. september
11:00 - 13:00

Staðsetning

OM setrið, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbær

Aðrir viðburðir